Fréttir: Mars 2017

Kyrrðarstund

07.03.2017
Fimmtudaginn 9. mars kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

07.03.2017
Miðvikudaginn 8. mars kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál

06.03.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.03.2017
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

06.03.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Fjölskyldumessa

03.03.2017
Sunnudaginn 5.mars 2017 kl. 11 er fjölskyldumessa. Barna- og unglingakórinn syngur. Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Umsjón Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Sunna Karen Einarsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir leika á píanó. Fermingarbörn lesa bænir og leiða...

Schola cantorum - Íslensku Tónlistarverðlaunin

03.03.2017
Það er Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, mikil gleði og heiður að hafa verið valinn “Tónlistarflytjandi ársins"  í flokkinum sígild- og samtímatónlist á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi. Kórinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári m.a. með útgáfu geislaplötunnar Meditatio, sem hlotið hefur einróma lof...

Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

01.03.2017
Hástökkvari vikunnar var facebooksíða Hallgrímskirkju. Hálf milljón manns kíkti við á síðunni og þrjátíu tvö þúsund flettu á einum degi. Í venjulegri viku er umferðin á síðunni innan við þúsund manns. Hvað gerðist? Ég fékk leyfi Gunnars Freys Gunnarssonar, ljósmyndara, að setja á síðuna stórkostlega mynd hans af Hallgrímskirkju í hríð á...