Fréttir: September 2017

Vetraropnun

30.09.2017
Við minnum á að vetraropnunin hjá okkur hefst að nýja á morgun sunnudaginn 1. október. Þá er kirkjan opin frá kl. 9-17 og turinn kl. 9-16.30.

Messa og barnastarf 1. október kl. 11

29.09.2017
Messa og barnastarf 1. október 2017, kl. 11. Sextándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni. Messuþjónar og fermingarungmenni aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjá með barnastarfi hafa Hreinn Pálsson,...

Kyrrðarstundir byrja aftur

27.09.2017
Stundin er runninn upp eftir langa bið vegna framkvæmda í Suðursal. Hinar sívinsælu kyrrðarstundir í hádeginu byrja aftur á morgun, fimmtudaginn 28. september kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir hugleiðinguna á fyrstu kyrrðarstundinni og organisti er Hörður Áskelsson. Stundin er í hálftíma en eftir hana ætlum við að kíkja inn í hinn...

Foreldramorgnar í kórkjallara

27.09.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 - 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Í dag verður fataskiptimarkaður. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Hádegisbæn

24.09.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.  

Ensk messa kl. 14 / English service at 2 pm

22.09.2017
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. __________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher. Organist is...

Messa og barnastarf 24. september kl. 11

22.09.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjá með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Grænir sunnudagar í Hallgrímskirkju

21.09.2017
Fimm sunnudagar í september og október verða í Hallgrímskirkju „grænir“ sunnudagar. Í messunum kl. 11 verður prédikað um Guð og náttúru. Sálmar og lestrar verða litríkir líka. Í fjögur skipti, kl. 10, verða framsögur og umræður um tengsl trúar og umhverfis. Á þessu ári er minnst fimm alda afmælis siðbótarinnar. Jafnframt hefur biskup óskað...

Er siðbót svarið við umhverfisvandanum?

21.09.2017
Fræðslumorgun í Hallgrímskirkju kl. 10 í kórkjallara Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor verður sú fyrsta til að koma í heimsókn til okkar á fræðslumorgna en hún mun flytja erindið: Er siðbót svarið við umhverfisvandanum?  Siðbótin spratt fram vegna þess að siðbótarmennirnir töldu að fagnaðarerindið væri ekki til sölu. Og þeim anda vilja...