Fréttir: Janúar 2018

Messa og barnastarf 14. janúar kl. 11

12.01.2018
Hallgrímskirkja  Messa og barnastarf 14. janúar kl. 11  Annar sunnudagur eftir þrettánda Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjá með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir...

Fyrsta kyrrðarstund ársins!

10.01.2018
Fimmtudaginn 11. janúar kl. 12 hefjast kyrrðarstundir að nýju í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

09.01.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Foreldramorgnar í kórkjallara

09.01.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Lokað vegna útfara

08.01.2018
Í þessari viku er kirkjan er lokuð vegna útfara eftirfarandi daga: Þriðjudaginn lokað: 11:00-14:30 Fimmtudaginn lokað: frá kl. 13:30 Föstudaginn lokað: 12:30-15:30

Árdegismessa

08.01.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa

08.01.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn - breyttur tími

08.01.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst nú á nýjum tíma kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Hækkun á miðaverði upp í turn

04.01.2018
Frá og með föstudeginum 5. janúar 2018 mun miðaverð upp í Hallgrímskirkju turn hækka úr 900 kr. í 1000 kr. fyrir fullorðna.