Fréttir: Desember 2018

Kyrrðarstund

28.11.2018
Fimmtudaginn 29. nóvember er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Sorg, samtal og kyrrð

27.11.2018
Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17 verður síðasta samverustundin í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Sorg, samtal og kyrrð. Stutt inngangserindi frá sr. Birgi Ásgeirssyni sem ætlar að fjalla um hina óvæntu sorg. Samtal verður í kjölfarið og lýkur með örstuttri íhugunarstund við ljósbera kirkjunnar í umsjá presta Hallgrímskirkju. Irma...

Foreldramorgnar í Suðursal

26.11.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

26.11.2018
Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir velkomnir.

Fyrirbænamessa í Suðursal

26.11.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

25.11.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Nunnur í Hallgrímskirkju

23.11.2018
Þessi föngulegi hópur af nunnum kom í kirkjuna í morgun. Reyndar voru tveir karlar í hópnum og annar þeirra með yfirvaraskegg - en samt í nunnubúningi. Þau eru að dimittera, uppáklædd vegna þess að nú er tímum lokið í framhaldsskóla og stúdentsprófin eru framundan. Einn úr hópnum sagði upphátt: „Ég vissi ekki að þjóðkirkjan væri svona opin og...

Ensk messa sunnudaginn 25. nóvember kl. 14 / English service 25th November at 2 pm

22.11.2018
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher....

Messa og barnastarf 25. nóvember kl. 11

22.11.2018
Messa og barnastarf kl. 11 Síðasti sunnudagur kirkjuársins Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf: Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið...