Fréttir: Október 2019

Ímyndir og raunmyndir

18.10.2019
Hver ertu og hvernig er myndin af þér? Hvað sést þegar á þig er horft? Hvað viltu að sjáist? Viltu leyfa hrukkunum, vörtunum, andlishárunum að sjást? Er þér annt um að sjást eins og þú raunverulega ert? Eða viltu breyta í raun eða mynd. Með forritum getum við breytt útliti fólks á ljósmyndum, lagað nefstærð, hnikað til eyrnasneplum, minnkað eða...

Messa og barnastarf sunnudaginn 20. október kl. 11

17.10.2019
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurvin Lárusi Jónssyni. Messuþjónar aðstoða. Arngerður María Árnadóttir leikur á orgelið og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Barnastarfið hefst á sama tíma. Umsjón: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu.  Verið velkomin til...

BAROKKTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU

17.10.2019
BAROKKTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU Laugardaginn 19. október kl. 17 Barokkhópurinn Baroque-aros frá Árósum í Danmörku Gestasöngvari: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran. Einleikari: Eric Beselin, óbó/Oboe Flutt verður ÍTÖLSK BAROKKTÓNLIST eftir Monteverdi, Mainerio, Marcello, Porpora og Biago Marini. Aðgangseyrir: 3900...

Kirkjan lokuð föstudaginn 18. október

17.10.2019
Kirkjan verður lokuð allann daginn, föstudaginn 18. október vegna athafna. Opnum aftur laugardaginn 19. október kl. 9 - 17 og turninn kl. 9 - 16:30.  

Kyrrðarstund

17.10.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 17. október kl. 12 Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Dr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Sorgin, ástin, lífið

15.10.2019
Miðvikudagur 16. október kl. 12-12,45 í Norðursal Hallgrímskirkju.  Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistamaður flytur erindið: „Bókasafn föður míns“. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Í fimm frásögnum miðla framsögumenn reynslu af áföllum, sorg, missi, ást og lífi. Þau ræða um viðbrögð, hvaða innsæi úrvinnsla veitir og...

Foreldramorgnar í kórkjallara

14.10.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Árdegismessa

14.10.2019
  Miðvikudaginn 16. október kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

14.10.2019
Þriðjudaginn 14. október kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.