Fréttir: Október 2019

Fjölskyldumessa sunnudaginn 6. október kl. 11

03.10.2019
Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju, 16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.  Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og djákni, Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Árnadóttir og Sigurður Árni Þórðarson stýra fjölskyldumessunni. Fermingarungmenni og messuþjónar aðstoða. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju...

Kvenfélagsfundur

03.10.2019
Kvenfélagsfundur verður næsta fimmtudag 3. október kl. 19.30. Skartgripagerð. Kjúklingasúpa, spjall og skemmtilegheit að okkar hætti. Verð fyrir veitingar 500 kr. Efni til skartgripagerðar á vægu verði. Endilega taka eitthvað með úr skápunum til að endurnýta. Allir velkomnir. Stjórnin

Kyrrðarstund

02.10.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 3. október kl. 12 Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal að hættu Sveinbjargar Rósu kirkjuvarðar.  Allir velkomnir. Hérna er fyrir neðan er...

Sorgin, ástin, lífið

02.10.2019
Í fimm frásögnum miðla framsögumenn reynslu af áföllum, sorg, missi, ást og lífi. Þau ræða um viðbrögð, hvaða innsæi úrvinnsla veitir og hvernig hægt er að lifa eftir umsnúninginn. Umsjón dagskrár hafa prestar Hallgrímskirkju: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. 2. október, miðvikudagur, kl. 12-12,45 í Norðursal...

Árdegismessa

01.10.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 2. október kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Ungbarnanudd á Foreldramorgni í Hallgrímskirkju

01.10.2019
Hrönn Guðjónsdóttir kemur í heimsókn á Foreldramorgna í Hallgrímskirkju miðvikudagsmorgun 2. okt. kl. 10 - 12 og kennir foreldrum ungbarnanudd. Það er gott að koma með teppi og handklæði með sér. Hrönn er heilsunuddari, meðgöngunuddari og ungbarnanuddkennari frá Boulder College of Massage Therapy. Allir foreldrar og börn velkomin. Hrönn...

Vetraropnun

01.10.2019
Við minnum á að vetraropnunin hjá okkur hefst í dag, þriðjudaginn 1. október. Þá er kirkjan opin frá kl. 9-17 og turninn kl. 9-16.30.