Fréttir: Október 2019

Messa og barnastarf sunnudaginn 3. nóvember kl. 11

31.10.2019
Sunnudagurinn 3. nóvember kl. 11 - Allra heilagra messa Prestar: Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Schola cantorum syngja. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, sópran syngur einsöng. Umsjón...

Hádegistónleikar - Orgel matinée

31.10.2019
Orgel Matinée – hádegistónleikar laugardaginn 2. nóvember kl. 12 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Felix Mendelssohn Bartholdy. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir neðan er skráin...

Siðbótartesur og siðbreytingarsúpa

29.10.2019
Tesur Marteins Lúthers eru klassík og breyttu sögu heimsins. Fyrir tveimur árum voru 500 ár frá því að Lúther negldi blað með boðskap sínum á hurðaspjöld kirkjunnar í Wittenberg. 31. október er síðan kenndur við bót eða breytingu og hefur verið kallaður siðbótardagur á Íslandi. Á afmælinu 2017 lásu prestar Hallgrímskirkju upphátt þessar 95 tesur...

Sorgin, ástin, lífið - Síðasti fyrirlesturinn í október

29.10.2019
Miðvikudagur 30. október kl. 12-12,45 í Norðursal Hallgrímskirkju.  Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur flytur erindið: „Ástin, drekinn og dauðinn“. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Í fimm frásögnum miðla framsögumenn reynslu af áföllum, sorg, missi, ást og lífi. Þau ræða um viðbrögð, hvaða innsæi úrvinnsla veitir og hvernig hægt er...

Árdegismessa

29.10.2019
Árdegismessa  Miðvikudaginn 30. október kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Nýja þýðing Passíusálmanna

28.10.2019
Einar Karl Haraldsson: Ávarp á Hallgrímsdegi 27. október 2019 Kæri söfnuður, biskupar og sendiherrar Bretlands og Kanada! Skyldi Hallgrím Pétursson hafa grunað þegar hann lauk Passíusálmum sínum árið 1659, fyrir 360 árum, að ekkert bókmenntaverk myndi verða prentað jafnoft á Íslandi og hans; nærri eitt hundrað sinnum þegar hér er komið sögu?...

Foreldramorgnar í kórkjallara

28.10.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Hádegisbæn

27.10.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Ensk messa sunnudaginn 27. október kl. 14 / English service Sunday 27th October at 2pm

25.10.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 27. október. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ---------------- English service with holy communion at 2 pm, October 27th. Pastor: Rev. Bjarni Þór Bjarnason. Organist is Björn Steinar...