Fréttir: Nóvember 2019

Hádegisbæn

24.11.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Óttusöngvar - Frá Nordal til Nordal

22.11.2019
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 17 Dómkórinn flytur verk eftir Jón Nordal og tvo afasyni hans Því er oft haldið fram með alltraustri vissu að tónlist gangi í erfðir. Sú kenning staðfestist á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. nóvember kl. 17 næstkomandi. Þar verða flutt verk eftir þrjá langfeðga af Nordalsætt. Sá elsti er Jón...

Messa og barnastarf kl. 11 og ensk messa kl. 14 sunnudaginn 24. nóvember

22.11.2019
Sunnudagurinn 24. nóvember Síðasti sunnudagur kirkjuársins Messa og barnastarf kl. 11: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Umsjón barnastarfs: Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir...

Að ná áttum - bókakynning fyrir messu

22.11.2019
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 10 í Norðursal mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur kynna bók sína: ,,Að ná áttum". Bókin er samansafn 18 ritgerða eftir höfundin sem birtast á sama stað. Kaffi og kleinur í morgunsárið og allir velkomnir!

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 21. nóvember

20.11.2019
Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 21. nóvember ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður kvöldkirkja, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21,30 og verður fyrst um sinn einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgrímskirkju og í...

Kyrrðarstund

20.11.2019
Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12 er kyrrðarstund. Dr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Sorg, samtal og kyrrð

19.11.2019
Sorg, samtal og kyrrð Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17 Á morgun, í Norðursal mun sr. Sigrún Óskarsdóttir, prestur og starfsmaður Útfarastofu kirkjugarðanna fjalla um erindið: Jólin koma. Koma jólin? Sorg í nálægð jóla.   Eftir erindin verður boðið til samtals þar sem hægt er að spyrja spurning, deila reynslu eða þiggja góð ráð...

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.11.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Árdegismessa

19.11.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 8 Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.