Fréttir: Mars 2019

Hádegisbæn fellur niður

31.03.2019
Hádegisbænastundin fellur niður mánudaginn 1. apríl vegna útfarar. Verið velkomin til bænastundar næsta mánudag, 8. apríl.

Ensk messa kl. 14 / English service at 2pm

28.03.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 31. mars. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 31. March. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is the...

Messa og barnastarf sunnudaginn 31. mars kl. 11

28.03.2019
Messa og barnastarf kl. 11 Sunnudaginn 31. mars 2019 Fjórði sunnudagur í föstu Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður...

Hvernig mæltist prestinum?

28.03.2019
Fræðslumorgnaröðin ,,Hvernig mæltist prestinum?“ um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju heldur áfram. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal kl. 10. Að þessu sinni mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Hallgrímskirkju fjalla um sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, fyrrum sóknarprest. Heitt á könnunni.  Verið hjartanlega velkomin.

Nr 7 Þú skalt ekki stela

27.03.2019
Ekki stela fólki! Hvað þýðir sjöunda boðorðið? Í prédikun 24. mars ræddi Sigurður Árni um mannlegu víddir sjöunda boðorðsins og að upprunalega gæti það hafa fyrst og fremst varðarð að stela ekki fólki. Predikunin er að baki þessari smellu.

Kyrrðarstund

27.03.2019
Kyrrðarstund á föstu Fimmtudaginn 28. mars kl. 12 Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir og íhugar útfrá 27. passíusálmi. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin! Skráin fyrir kyrrðarstundina er hérna fyrir neðan í tölvutæku...

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju

26.03.2019
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna 36. starfsárs félagsins verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju miðvikudaginn 27. mars nk. kl. 17. Þar verða reikningar síðasta starfsárs bornir upp til samþykktar og boðið verður upp á glæsilegar veitingar og umræður um starfsemi félagsins. Dagskrá...

Foreldramorgnar í kórkjallara

26.03.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

26.03.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 20. mars kl. 8 Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.