Fréttir: Mars 2019

Hvernig mæltist sr. Ragnari?

09.03.2019
Hvað sagði og kenndi sr. Ragnar Fjalar Lárusson? Sr. Þórsteinn Ragnarsson fjallar um prédikarann Ragnar Fjalar sunnudaginn 10. mars kl. 10. Framsagan og umræður verða í Suðursal Hallgrímskirkju. Fyrir viku síðan var fjallað um dr. Jakob Jónsson, þessa helgi um sr. Ragnar og eftir viku um sr. Karl Sigurbjörnsson. Allir velkomnir sem hafa áhuga á...

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. mars kl. 11

09.03.2019
Boðorðamessa og barnastarf 10. mars kl. 11 6. boðorðið til umræðu í messu. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi, Ragnheiður...

Rómantísk kór- og orgeltónlist sunnudaginn 10. mars kl. 17

08.03.2019
Rómantísk kór- og orgeltónlist  Mótettukór Hallgrímskirkju Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju  sunnudag 10. mars 2019 kl.17 undir yfirskriftinni Rómantísk kór- og orgeltónlist. Þar flytur kórinn sérlega fallega efnisskrá með kórtónlist eftir Bruckner, Mendelssohn og Brahms ásamt Ástu...

Sýningaropnun - Birtingarmyndir

08.03.2019
Birtingarmyndir / Manifestations Listsýning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur Birtingarmyndir verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 10. mars 2019 við messulok kl. 12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýningastjórar eru Rósa Gísladóttir, Þórunn Sveinsdóttir og G.Erla Geirsdóttir. Allir eru hjartanlega...

Hvernig mæltist prestinum?

07.03.2019
Næstu sunnudagsmorgna til 7. apríl á slaginu kl. 10 verða haldnir fræðslumorgnar um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal. Nánari upplýsingar í auglýsingu. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund

07.03.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 7. mars kl. 12 Fastan er hafin og Passíusálmarnir eru gjarnan íhugaðir á þessum tima. Í kyrrðarstundinni 7. mars verður lesið úr 44. og 19. sálmi. Þar er rætt um bæn og anda. Már Viðar Másson, kennari og sálfræðingur les. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í...

Nr. 4

06.03.2019
Ferðalagið okkar heldur áfram. Samband foreldra og barna, 4. boðorðið, yfir 3000 ára samleið með veröldinni og við erum komin til dagsins í dag. “En ég ætla að segja núna svo alþjóð heyri, fyrirgefðu Halldóra mín. Mína sök.”  Þessi orð snertu strengi, siðferðilega og viðkvæma, þegar maður á níræðisaldri tók þannig upp hanskann fyrir...

Öskudagur í Hallgrímskirkju

05.03.2019
Mikið er um dýrðir við upphaf föstunnar. Öskudagurinn markar upphaf langaföstu sem er tímabil kirkjuársins sem varir í 40 daga að kyrruviku. Undirbúningur fyrir páskana. Því verður fagnað á morgun með lifandi hætti. Kl. 8: Verður eins og alla miðvikudagsmorgna árdegismessa. Í þetta skiptið verður árleg öskudagsmessa. Allir hjartanlega velkomnir,...

Krílasálmar

04.03.2019
Krílasálmar á morgun og alla þriðjudaga kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með...