Fréttir: Ágúst 2020

Eyþór Franzson Wechner leikur fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30

07.08.2020
Á áttundu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30 leikur Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduósskirkju verk eftir fjögur tónskáld, Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. Hann byrjaði að læra á píanó 7 ára gamall...

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst kl. 11

06.08.2020
Guðsþjónusta 9. ágúst 2020, kl. 11:00 Níundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Vinsamlegast virðið 2 m regluna. Handspritt er við kirkjudyr.   Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.  Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Eyþór Ingi Jónsson á orgeltónleikum 6. ágúst kl. 12.30

04.08.2020
Á sjöundu tónleikum orgelsumars Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.30, leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju fjögur verk, Passacaglia BuxWV 161 eftir Dieterich Buxtehude, Ionizations eftir Magnús Blöndal, Adagio úr Orgelsónötu eftir Gísli Jóhann Grétarsson og Passacaglia BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach....

Guðlaug

02.08.2020
Málefni kristninnar er hin slitsterka miðja samfélags okkar. Kristinn siður er til verndar lífi, fólki og sköpunarverki. Við þurfum ekki lukkuriddara sem eru sérfræðingar í spuna hliðrænna veralda heldur gildi og ábyrgð gagnvart lífi, samfélagi, náttúru sem Guð gerði svo góða. Prédikun Sigurðar Árna 2. ágúst er að baki þessari...