Fréttir af safnaðarstarfi

Framkvæmdastjóra þakkað

28.06.2023
Fréttir
Sigríður Hjálmarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigríður hefur gegnt starfinu í fimm ár og leitt kirkjuna í gegnum erfiðleika- og breytingatímabil. Á tímum heimsfaraldurs minnkuðu tekjur Hallgrímskirkju um 90% en kirkjan hefur fengið sérstakt hrós frá endurskoðendum fyrir...

Upphaf Orgelsumars í Hallgrímskirkju

27.06.2023
Fréttir
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 2. júlí til 20. ágúst í sumar 2023. Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu síðrómantíska tónskáldsins Max Reger. Á tónleikum sumarsins fagnar Orgelsumar í Hallgrímskirkju þessu merku tímamótum.   Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á...

Foreldramorgnar í sumarfríi í júlí

22.06.2023
Fréttir
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í kórkjallara kirkjunnar frá kl. 10-12 en fara í sumarfrí í júlí.

Hallgrímskirkja tekur á móti Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur

01.06.2023
Fréttir
Við messu á Sjómannadaginn, 4. júní nk., tekur Hallgrímssöfnuður formlega við kærkominni listaverkagjöf. Þar er um að ræða Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur sem hefur verið fundinn staður á vegg við hlið hornsteins Hallgrímskirkju hjá Kristsstyttu Einars Jónssonar og Ljósbera Gunnsteins Gíslasonar. Listaverkin þrjú mynda nokkurskonar bænastúku. Fjölmargir eiga bænastund með sjálfum sér á þessum stað í kirkjunni eða skrifa niður bænir sem síðar eru bornar upp að altari.

Dr. Jón Ásgeir leysir af í Hallgrímskirkju

30.05.2023
Fréttir
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra verður við afleysingar sem prestur í Hallgrímskirkju fram til loka september 2023. Hann kom til starfa við kirkjuna þann 1. maí sl. og mun starfa við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests í sumar.

Starf prests við Hallgrímsprestakall auglýst

26.05.2023
Fréttir
Biskup Íslands hefur birt auglýsingu um starf prests til þjónustu við Hallgrímsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi Vestra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2023. Auglýsinguna má finna á vef þjóðkirkjunnar, Kirkjan.is

Handavinna í Hallgrímskirkju

24.05.2023
Fréttir
Kvenfélagskonur í Hallgrímskirkju hittast til að sinna handavinnu, prjóna og spjalla um allt milli heima og geima.

Mozart í maí - Krýningarmessan

17.05.2023
Fréttir
Mozart í maí - Krýningarmessan Kór Hallgrímskirkju ásamt Barokkbandinu Brák heldur tónleika með Krýningarmessu Mozarts ásamt öðrum verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Tónleikarnir eru einstakir að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem eitt af stóru verkum Mozarts fyrir kór og hljómsveit er leikið á upprunahljóðfæri.

Vel heppnuð sólrík vorhátíð

15.05.2023
Fréttir
Í gær var fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð í Hallgrímskirkju.