Fréttir af safnaðarstarfi: Maí 2022

Vel heppnaðir og vel sóttir vortónleikar.

23.05.2022
Fréttir
Sögulegir tónleikar - Haydn að vori voru í Hallgrímskirkju í gær. Á tónleikunum komu fram Kór Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason, Barokkbandið Brák, Elfa Rún Kristinsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson.Þetta voru fyrstu tónleikar í samstarfi Hallgrímskirkju og Barokkbandsins Brák. Sérlega vel heppnaðir og vel sóttir...

Sunnudagaskólinn fer í sumarfrí

20.05.2022
Fréttir
Barnastarfið er komið í sumarfrí.

Rúnar Vilhjálmsson kjörinn á kirkjuþing

17.05.2022
Fréttir
Rúnar Vilhjálmsson, í sóknarnefnd Hallgrímskirkju, var kjörinn á kirkjuþing sem aðalmaður Reykjavíkurkjördæmis. Aðrir aðalmenn í kjördæminu eru Kristrún Heimisdóttir úr Seltjarnarnessókn og Jónína Rós Guðmundsdóttir úr Háteigssókn. Gunnar Þór Ásgeirsson úr Dómkirkjusókn var kjörinn 1. varamaður. Fulltrúar á kirkjuþing, sem er æðsta...

Burtfarartónleikar Tuuli Rähni

17.05.2022
Fréttir
Fara fram í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 18. maí kl. 17:00. Þar með lýkur Tuuli einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.Flutt verða verk eftir Franz Liszt, Peeter Süda og César Franck.Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.      

200 pylsur og vorhátíð Hallgrímskirkju

15.05.2022
Fréttir
Vorhátíð var haldin í dag í Hallgrímskirkju. Fjöldi barna kom í kirkju, fjölskyldur þeirra, þau sem koma venjulega í kirkjuna og nokkrir útlendingar sem vildu njóta guðsþjónustu í kirkjunni.

Fangelsisvist: Refsing eða endurhæfing?

10.05.2022
Fréttir
Módelkirkja sem fangi hafði gert í fangelsinu á Hólmsheiði var afhent Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. maí. Eftir messu var haldið málþing um fangelsi og lífið í og eftir fangavist.

Eftirlýstur

09.05.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Við höfum tilhneigingu til að hengja þungar byrðar lífsins í þunna þræði. Það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm slítur oft böndin. Þá verða áföll sem oft valda innanmeinum. Við þurfum að læra listina að greina hvað er raunverulega til hamingju, friðar, gleði og farsældar og hengja þau gæði ekki á þunna þræði. Hver er þrá þín? Hvernig væri að skoða mál lífsins með nýjum hætti? Við getum og megum gjarnan snúa öllu við og hugsa út frá betri forsendum og róttækari sjónarhóli. Jesús Kristur er ekki eftirlýstur heldur lýsir eftir okkur og að við sjáum hans ljós og lifum í því ljósi. Við erum eftirlýst. Guð vill vera okkar vinur og tengjast okkur ástarböndum. Það eru hin þykku bönd sem hvorki fangelsa né bresta á álagstímum. Prédikun Sigurðar Árna á þriðja sd. eftir páska.

Orgel og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra.

04.05.2022
Fréttir
Orgelin og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra flytja orgelverkið Was Gott tut, das ist wohlgetan, sálmalag og 9 tilbrigði eftir Johann Pachelbel. Þeir skipta verkinu á milli sín. Sálmalagið er nr. 214 í sálmabók kirkjunnar og heitir Gakk inn í Herrans helgidóm sem er yfirskrift myndbandsins.