Barátta hins líðandi konungs er meginefni Passíusálmanna og litar guðsmynd þeirra. Hvernig fjallað er um heim, manneðli, samfélag manna, kirkjuna o.s.frv. tekur mið af meginefninu. Sú mynd sem dregin er af Jesú mótar allt annað og hafði áhrif á hvernig Íslendingar liðinna alda skildu líf sitt og lífsbaráttu.
Úkraínumenn komu í Hallgrímskirkju á þrettándanum. Sr Laurentiy frá Kiev las og tónaði fagurlega frá altari kirkjunnar og Alexandra Chernyshova söng. Þegar komumenn heyrðu orð og söng á eigin tungu brostu þau út að eyrum. Tár sáust á hvörmum og friður settist að í sálum fólks. Jólin voru komin!
Tímatal austurkirkjunnar er annað en okkar...