Fréttir: Október 2015

Allra heilaga messa og barnastarf sunnudaginn 1. nóvember kl. 11

31.10.2015
Allra heilaga messa kl. 11:00. Dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja í messunni og orgelleik annast Björn Steinar Sólbergsson. Kristín Friðriksdóttir syngur einsöng. Inga Harðardóttir hefur umsjón með barnastarfinu og hennar...

Hreiðar Ingi ræðir um kirkjutónlistina

28.10.2015
Hver er þróun kirkjutónlistar og hvernig er sú grein, sem tengist minningu látinna og allra heilagra messu, að breytast? Sunnudaginn 1. nóvember kl. 12,30 mun Hreiðar Ingi Þorsteinsson, tónskáld og söngvari í Schola cantorum, ræða um kirkjumúsíkina. Hann mun einnig fjalla um þá tónlist sem tengist minningu látinna og eilífð himinsins. Þá mun...

Schola cantorum heldur tónleika sunnudaginn 1. nóvember

28.10.2015
  Á Allra heilagra messu, þann 1. nóvember næstkomandi kl. 17.00, mun Schola cantorum halda tónleika við kertaljós í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hvíld. Hefð er orðin fyrir slíkum tónleikum Schola cantorum á þessum forna helgidegi þegar látinna er minnst og verða að þessu sinni flutt sérlega falleg og áhrifamikil verk frá 20....

Praesens historicum - íhugun á kyrrðarstund

28.10.2015
Við Hallgrímskirkju - utan dyra - er slétt, ferhyrnd steinplata. Hún er á áberandi stað sunnan kirkjunnar en lætur þó lítið yfir sér. Á hellunni stendur Praesens historicum. Hvað þýða þessi latnesku orð? Hver er merkingin og varðar hún þig? Þetta er mynd sem Kristinn E. Hrafnsson, myndilistarmaður, gerði fyrir sýningu í Skálholti. Heiti...

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

25.10.2015
Sr. Karl Sigurbjönsson, fyrrum biskup og áður sóknarprestur Hallgrímskirkju, prédikaði í hátíðarmessunni 25. október, 2015. Prédikun hans er hér á eftir. Gleðilega hátíð! Það er sem guðspjall dagsins tali beint til okkar á afmælishátíð, þessi orð fyrirheita og vonar:  „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru fullþroskaðir til uppskeru... Aðrir...

Guðsþjónusta á Hallgrímsdegi kl. 20.00

23.10.2015
Hátíðarguðsþjónusta verður  þriðjudaginn 27. október kl. 20.00 á Hallgrímsdegi.  Dr.Einar Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum Hallgrímssafnaðar.  Mótettukórinn leiðir söng í guðsþjónustunni og flytur fjölbreytta tónlist m.a. Singet dem Herrn ein naues Lied, mótuettu fyrir tvo kóra eftir J.S. Bach, Pater Noster, verk...

Hátíðarmessa 25. október kl. 11

22.10.2015
Hátíðarmessa kl. 11:00. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Auk hans þjóna í messunni biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Valur Ingólfsson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, dr. Sigurður Árni Þórðarson, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, dr. Sigurður Pálsson, sr. Birgir Ásgeirsson og...

Útgáfa sögu Hallgrímskirkju á 75 ára afmæli safnaðarins

22.10.2015
Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík hefur Hallgrímskirkja gefið út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt.  Sunnudaginn 25. október verður  útgáfunni fagnað...

Liðug á líkama og sál á föstudögum

22.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögumí kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.