Fréttir: Mars 2016

Prokofiev, Mörður, pálminn, ferming og krossganga Krists

17.03.2016
Laugardagurinn 19. mars Kl. 14. Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev. Orgelleikari: Mattias Wager frá Stokkhólmi. Sögumaður: Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona. Miðasala við innganginn. Pálmasunnudagur 20. mars  Kl 10 Fræðslumorgunn: Upp, upp mín sál… Mörður Árnason hefur samið ítarlegar og afar upplýsandi skýringar fyrir nýja útgáfu...

Hádegisbæn á mánudögum

13.03.2016
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir notalega kortérs bænastund í hádeginu á mánudögum kl. 12.15 - 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin.

Afríkuferð í máli og myndum á fræðslumorgni

12.03.2016
Á fræðslumorgni  sunnudaginn 13. mars segir dr. Sigurður Árni Þórðarson frá ferð sinni til Afríku.  Ferðin var farin í janúarmánuði á slóðir starfs íslenska kristniboðsins.  Fræðsluerindið hefst kl. 10.00 og verður í kórkjallara kirkjunnar.

Fræðslumorgunn, messa og barnastarf á Boðunardegi Maríu

10.03.2016
Messa og barnastarf verður kl. 11.00 á boðunardegi Maríu.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjón.   Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjón Ingu Harðardóttur og leiðtoga. Kirkjukaffi eftir messu. Íhugunarefni dagsins er boðun Maríu,...

Passíusálmahandrit tilnefnt á heimsminjaskrá!

09.03.2016
Handrit að Passíusálmum hefur verið tilnefnt á heimsminjaskrá. Handritið ritaði Hallgrímur árið 1659 og sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Auk rits Hallgríms eru tilnefnd Konungsbók Eddukvæða, kvikfjártal Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 og túnakort sem gerð voru af nær öllum bæjum á Íslandi frá 1916-1929. Þessar fjórar ritheimildir hafa...

Kvenfélagsfundur fimmtudaginn 10. mars

09.03.2016
Kvenfélagið í Hallgrímskirkju verður með fund í suðursal kirkjunnar kl. 20.00, fimmtudaginn 10. mars. Á fundinum mun dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur og afríkufari segja frá ferð sinni til Afríku og sýna myndir. Einnig verða umræður um stefnumótun félagsins, hugleiðingin og í boði verða kaffi og veitingar. Kaffigjald er 500 kr. og...

Kyrrðarstund á fimmtudögum

08.03.2016
Á fimmtudögum er hálftíma kyrrðarstund sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hugvekju og bæn. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Langar þig að syngja í kór?

08.03.2016
ERT ÞÚ Á ALDRINUM 9-13 ÁRA OG HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ SYNGJA? Hallgrímskirkja endurvekur kórstarf með ungu fólki, veturinn 2015-2016. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Kórstjóri er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Kórinn æfir tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 16:30 –...

Í tísku að vera í kvenfélagi

07.03.2016
Á konudaginn, 21. febrúar sl. flutti Hjördís Jensdóttir kvenfélagskona og messuþjónn eftirfarandi hugvekju um gildi og starf kvenfélaga: Kæru kirkjugestir ! Vitið þið að það er í tísku að vera í kvenfélagi ? Konur á öllum aldri er í allskonar kvenfélögum og gera þar mörg kraftaverkin. Kvenfélög um allt land hafa gefið milljarða til...