Fréttir: Mars 2016

Árdegismessa

07.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Árdegismessa á miðvikudögum kl. 8 þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

07.03.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir notalega fyrirbænamessu í kórkjallaranum á morgun, þriðjudaginn 7. mars kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Hádegisbæn á mánudegi

07.03.2016
Í hádeginu á hverjum mánudegi kl. 12.15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir kortérs bænastund þar sem allir eru velkomnir. Stundin er alltaf inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin til bænahalds.

Æskulýðsdagurinn 6. mars í Hallgrímskirkju

03.03.2016
Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður messubragurinn í Hallgrímskirkju að hætti unga fólksins. Inga Harðardóttir og sr. Sigurður Árni stýra samverunni í kirkjunni. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Félagar í Mótettukórnum syngja og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Fermingarungmenni taka þátt í athöfninni og...

Biblían og Svana Helen

03.03.2016
Hvers virði er Biblían? Hvað er það í Biblíunni sem hefur gildi í samtíð okkar - eða ætti að hafa áhrif? Svana Helen Björnsdóttir er verkfræðingur, frumkvöðull, kirkjuráðskona og fleira. Hún hefur áhuga á Biblíunni og mun ræða um afstöðu sína og tengsl við Ritninguna sunnudaginn 6. mars kl. 10. Allir velkomnir.

Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudögum

02.03.2016
Á fimmtudögum er hálftíma kyrrðarstund sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju og bæn. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Árdegismessa á miðvikudögum

01.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa á miðvikudögum kl. 8.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál í kórkjallaranum

01.03.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

01.03.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir notalega fyrirbænamessu í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi.  Allir velkomir.