Fréttir: Mars 2016

Fyrsta kyrrðarstundin eftir páska

30.03.2016
Á morgun, 31. mars kl. 12 halda kyrrðarstundirnar áfram eftir páskafríið. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur íhugun dagsins og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

29.03.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar og börn eru hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

29.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Árdegismessa á miðvikudögum kl. 8 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

2. í páskum - messa og ferming

27.03.2016
Annar í páskum 28. mars:  Kl. 11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusönginn. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson.

Kristur er upprisinn

27.03.2016
Hún minnti á að ef Guð væri til, páskarnir væru hátíð lífins, Jesús væri á lífi og Guð væri besti ferðafélagi mannsins væri ótti skiljanlegur en ætti þó ekki að fylla hugann og myrkva veröldina. Guð væri sterkari en brjálaðir karlar sem lékju sér að fjöreggjum heimsins. Þessi lífsviska ófst inn í trú mína og hefur síðan verið mér ljósgjafi í...

Páskar í Hallgrímskirkju

26.03.2016
Páskadagur 27. mars  8.00 Hátíðarguðsþjónusta. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni og messuþjónum. Páskatónlist, m.a. páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar...

Skírdagur, föstudagurinn langi og páskar

24.03.2016
Skírdagur 24. mars  Kl. 17 Söngvahátíð barnanna. Barnakórar og hljómsveit flytja kirkjusöngva með sveiflu! Flytjendur: Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir Graduale futuri, Langholtskirkju, stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir Kórskóli Langholtskirkju, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir Barnakór Seljakirkju, eldri og...

Árdegismessa

21.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Árdegismessa á miðvikudögum kl. 8 þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Hallgrímskirkja í dymbilviku og um páska

17.03.2016
Hallgrímskirkja í dymbilviku og um páska Helgihald verður fjölbreytilegt og margir tónleikarnir og viðburðir í Hallgrímskirkju á næstu dögum. Hallgrímskirkja er opinn helgidómur í hjarta borgarinnar. Verið velkomin. Laugardagurinn 19. mars Kl. 14. Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev. Orgelleikari: Mattias Wager frá Stokkhólmi. Sögumaður:...