Fréttir: Ágúst 2017

Hádegistónleikar Schola cantorum

15.08.2017
SCHOLA CANTORUM HÁDEGISTÓNLEIKAR ALLA MIÐVIKUDAGA KL. 12 21. júní – 31. ágúst Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á...

Foreldramorgnar í kórkjallara

15.08.2017
Foreldramorgnar verða í kórkjallaranum í allt sumar á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Árdegismessa

15.08.2017
Árdegismessa er í allt sumar á miðvikudögum kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum þennan miðvikudaginn. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Messa 13. ágúst kl. 11

12.08.2017
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Fermd verða Herdís Anna Maríönnudóttir og Stefán Arnar Einarsson. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu.

Orgeltónleikar - Thomas Scheehan

11.08.2017
Thomas Scheehan Organisti minningarkirkjunnar við Harvard Háskóla í Boston  Tónlist eftir: H. Cowell, S. Bingham, F. Price, L. Sowerby, S. Paulus, C.P. Cooman, H. Rohlig, G. Hancock, C. Hampton. Um helgina býður Alþjóðlegt orgelsumar upp á tvenna tónleika með einum efnilegasta unga orgelleikara Bandaríkjanna, Thomas Sheehan, sem gegnir nú...

Tónleikar fimmtudaginn 10. ágúst kl. 12

09.08.2017
Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju og Þórir Jóhannsson, kontrabassleikari. Fimmtudaginn 10. ágúst kl. 12 Tónlist eftir: G.F. Handel, Z. Kodály, Karólína Eiríksdóttir, Gísli Jóhann Grétarsson (Premiere), M. Bruch. Kontrabassaleikarinn Þórir Jóhannsson lauk Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester....

Hádegistónleikar Schola cantorum

08.08.2017
SCHOLA CANTORUM HÁDEGISTÓNLEIKAR ALLA MIÐVIKUDAGA KL. 12 21. júní – 31. ágúst Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á...

Foreldramorgnar

08.08.2017
Foreldramorgnar verða í kórkjallaranum í allt sumar á miðvikudagsmorgnum kl. 10.00 – 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Árdegismessa

08.08.2017
Árdegismessa er í allt sumar á miðvikudögum kl. 8 í Hallgrímskirkju. Frábært tækifæri til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum þennan miðvikudaginn. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.