Fréttir: Júlí 2018

Laugardaginnkl.12:00-12:30 og sunnudaginn kl. 17:00-18:00 Elke Eckerstorfer, organisti við St. Augustin kirkjuna i Vínarborg

31.07.2018
Laugardaginn 4. ágúst kl. 12 leikur hin margverðlaunaða Elke Eckerstorfer, organisti við St. Augustin kirkjuna i Vínarborg, verk eftir Bach (Tokkata & fúga í d-moll), Saint-Säens, Brahms og Petrali. Miðaverð kr. 2.000. Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 5. ágúst kl. 17 leikur Elke Eckerstorfer verk eftir Heredia, Bach, Mozart, Saint-Säens,...

Fimmtudaginn 2.ágúst kl. 12.00: Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík

31.07.2018
Fimmtudaginn 2. ágúst kl. 12 leikur organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík, Kári Þormar, verk eftir Bach, Vierne (Carillon de Westminster), Tryggva M. Baldvinsson (Toccata Jubiloso), Böhm og Duruflé. Miðaverð kr. 2.000. 2.ágúst kl. 12.00: Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík  Efnisskrá:  Johann Sebastian Bach...

Miðvikudaginn 1. ágúst kl. 12:00  Schola cantorum

31.07.2018
Miðvikudaginn 1. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð kr. 2500. 1. ágúst kl. 12.00: Schola cantorum Efnisskrá: Íslenskar og erlendar...

Thierry Mechler leikur á orgeltónleikum bæði á laugardaginn 28. júlí kl. 12 og sunnudaginn 29. júlí kl. 17

27.07.2018
Laugardaginn 28. júlí kl. 12 leikur franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler verk eftir Bach (Goldberg-tilbrigðin),Boëly og sjálfan sig. Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln og einnig orgelprófessor í sömu borg. Miðaverð er kr. 2.000. Hægt er að kaupa miða í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleika, en einnig er hægt að...

Messa á ensku sunnudaginn 29. júlí kl. 14

27.07.2018
Messa á ensku Sunnudaginn 29. júlí kl. 14. Komið er að messu fyrir enskumælandi gesti Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag, 29. júlí kl. 14. Guðsþjónustur á ensku fara fram í Hallgrímskirkju seinasta sunnudag hvers mánaðar. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason.

Vígslubiskupinn í Skálholti vitjar Hallgrímskirkju

26.07.2018
Sr. Kristján Björnsson var vígður til biskupsþjónustu í Skálholti 22. júlí síðastliðinn. Fyrsta heimsókn hans í söfnuð í Skálholtsumdæmi verður í Hallgrímskirkju. Hinn nýi vígslubiskup tekur þátt í messunni 29. júlí og prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir og...

Thierry Mechler leikur á orgeltónleikum laugardaginn 28. júlí kl. 12

26.07.2018
Laugardaginn 28. júlí kl. 12 leikur franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler verk eftir Bach (Goldberg-tilbrigðin),Boëly og sjálfan sig. Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln og einnig orgelprófessor í sömu borg. Miðaverð er kr. 2.000. Hægt er að kaupa miða í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleika, en einnig er hægt að...

Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á tónleikum fimmtudaginn 26. júlí kl. 12

26.07.2018
Fimmtudaginn 26. júlí kl. 12 leikur einn fremsti organisti okkar af ungu kynslóðinni, Lára Bryndís Eggertsdóttir, verk eftir G. Pierné og Bedrich Smetana (Moldau). Miðaverð er kr. 2.000. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.is. Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra...

Thierry Mechler leikur á orgeltónleikum sunnudaginn 29. júlí kl. 17

25.07.2018
Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 29. júlí kl. 17 leikur Thierry Mechler, organisti Fílharmóníunnar í Köln, verk eftir Rameau, Fauré, Ravel, Satie, Poulenc, Dutilleux (Hommage à Bach), Debussy (Hommage à Rameau) og sjálfan sig. Miðaverð er kr. 2.500. Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa...