Fréttir: 2018

Foreldramorgnar í Suðursal

04.12.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa í kórkjallara kirkjunnar

04.12.2018
  5. desember 1948 fyrir 70 árum síðan var kapella Hallgrímskirkju vígð til guðþjónstuhalds sem við köllum nú í dag kórkjallara kirkjunnar. Hverja miðvikudagsmorgna kl. 8 hittist árvökull hópur til guðþjónustuhalds í kirkjunni en á morgun, 5. desember 2018 ætla þau í tilefni afmælisins að halda messu niðrí kórkjallaranum. Að messunni...

Ofurhugar Íslands

03.12.2018
París hefur sinn Eiffelturn, London Big Ben og Reykjavík Hallgrímskirkju. Þannig var Reykjavík uppteiknuð í ferðakynningu og tjáir hlutverk kirkjunnar í borgarlandslagi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja er orðin einkenni borgarinnar, lógó ferðamennskunnar. Auglýsingabransinn notar hana, sem bakgrunn til að staðfæra og sannfæra. Hallgrímskirkja...

Hádegisbæn

03.12.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

30.11.2018
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Sunnudaginn 2. desember kl. 17 & þriðjudaginn 4. desember kl. 20 Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Einleikur á fiðlu: Auður Hafsteinsdóttir. Hrífandi og hátíðleg jólastemmning í fagurlega skreyttri kirkjunni! Á...

Hátíð í Hallgrímskirkju

29.11.2018
Manstu eftir kapellunni sem nú er kór Hallgrímskirkju? Það eru 70 ár síðan kapellan, fyrsti hluti Hallgrímskirkju, var vígð í miðju braggahverfi hernámsáranna. Í kapellunni var messað og fundað, skírt, fermt, gift og jarðað og margir eiga dýrmætar minningar þaðan. Til að minnast þessa viðburðar í sögu þjóðar, borgar og kirkju verður...

"Aðrir sálmar" Sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur 2. des. 2018 kl. 12.15

29.11.2018
Listsýning Sigurborgar Stefánsdóttur "Aðrir sálmar" verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. desember 2018 við messulok kl.12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningastjóri er Rósa Gísladóttir.? Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar. Verkin sem Sigurborg...

Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember kl. 11

29.11.2018
Altarisþjónustu annast prestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Jón Dalbú Hróbjartsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fulltrúar frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar...

Jólafundur Kvenfélagsins

28.11.2018
Hinn árlegi jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 18 í suðursal kirkjunnar. Dagskrá auglýst síðar. Hefðbundin hangikjötsveisla og jólastemmning. Allir velkomnir. Verð á mann 3.500. Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkjuvörðum eða á netföngin; gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com,...