Fréttir: 2018

Kyrrðarstund

21.11.2018
Fimmtudaginn 22. nóvember er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Inga Harðardóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal...

Guðrún Eva Mínervudóttir um Biblíuna

20.11.2018
Miðvikudagur 21. nóvember kl. 12 Hvaða minningar á Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar...

Foreldramorgnar í Suðursal

20.11.2018
Foreldramorgnar í Suðursal kirkjunnar miðvikudaginn 21. nóvember kl. 10 - 12. Be Brave söluaðili bObles á Íslandi kíkir í heimsókn og kynnir þar fyrir foreldrum og börnum þroskaleikföngin frá danska merkinu bObles. Þar verður hægt að leika með og prófa vörurnar að vild. Berglind Elíasdóttir sér um kynningu. Foreldrar með kríli sín eru...

Árdegismessa

20.11.2018
Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir velkomnir.    

Fyrirbænamessa í Suðursal

19.11.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursal. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

19.11.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.  

Velkomin í Hallgrímskirkju

18.11.2018
Hallgrímskirkja er fjölsótt. Margir koma að ljósberanum á hverjum degi, kyrra huga, biðja bænir og kveikja á bænaljósum. Hópur búddamunka kom síðdegis í kirkjuna. Þeir voru glaðir, ræddu við prestinn, munduðu myndavélar og vildu gjarnan kveikja á kertum. Hallgrímskirkja er opinn helgidómur, hlið himins og opinn öllum. Komið til mín sagði Jesús...

Gunnar, Haukur og unga fólkið

18.11.2018
Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson, risar í tónlist Íslendinga, héldu sálarstyrkjandi og hjartavermandi tónleika í Suðursal Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. nóvember. Gunnar talaði um ýmsar víddir mennskunnar á milli laga. Haukur lék á píanó og Gunnar á sellóið sitt. Fjölmenni sótti þessa tónleika og mikil fagnaðarlæti urðu við tónleikalok. Þökk...

Messa og barnastarf sunnudaginn 18. nóvember kl. 11

16.11.2018
Hallgrímskirkja Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins Sunnudaginn 18. nóvember kl. 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Grétu Konráðsdóttur djákna. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hefur Ragnheiður Bjarnadóttir og...