Fréttir: Janúar 2020

Fjölskyldumessa sunnudaginn 2. febrúar kl. 11

30.01.2020
Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 2. febrúar kl. 11 4. sunnudagur eftir þrettánda  Umsjón: sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni. Fermingarungmenni og messuþjónar aðstoða. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju syngja....

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

30.01.2020
Orgel Matinée – hádegistónleikar laugardaginn 1. febrúar kl. 12 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Dietrich Buxtehude og Felix Mendelssohn. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir neðan er skráin í tölvutæku...

Lakkríslax með sesam

29.01.2020
Við buðum fermingarungmennum og fjölskyldum þeirra í kvöldmat miðvikudaginn 29. janúar. Fyrst var byrjað með fræðslu í Norðursalnum og svo var haldið í Suðursal til máltíðar. Samverunni lauk í kirkjunni. Og af því aðalrétturinn er góður og nokkur spurðu um uppskriftina er hún hér að neðan. Laxaflak bein- og roðflett og skorið í hæfileg...

Um samkomur safnaðarins og þau sem þar þjóna

29.01.2020
Í gær, þriðjudaginn 28. janúar kom sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti í heimsókn til okkar og hélt námskeið. Námskeiðið var fyrir starfsfólk Hallgrímskirkju, messuþjóna og sóknarnefnd og kallaðist: Um samkomur safnaðarins og þau sem þar þjóna. Námskeiðið gafst vel og var lærdómsríkt.  

Kyrrðarstund

29.01.2020
Fimmtudaginn 30. janúar kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

28.01.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Á dagskránni miðvikudaginn 30. janúar: Palli/Pálinuboð og skiptimarkaður. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Árdegismessa

27.01.2020
Árdegismessa Miðvikudaginn 29. janúar kl. 8 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

27.01.2020
Þriðjudaginn 28. janúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Þorrablót kvenfélagsins fimmtudaginn 30. janúar kl. 19

27.01.2020
Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldið fimmtudaginn 30. janúar kl. 19 í suðursal kirkjunnar.   Hefðbundinn Þorramatur, söngur, gleði og gaman. Góð samvera er gulli betri. Sagt verður frá ferðalagi til Ísrael og Jórdaníu ásamt öðrum skemmtilegum upplestri.  Verð: 4.000 kr.   Vinsamlegast skráið ykkur hjá...