Fréttir: Janúar 2020

Hallgrímskirkja í Singapore

06.01.2020
Vinkona mín sendi mér mynd af sér fyrir framan eftirlíkingu af Hallgrímskirkju. Henni þótti greinilega gaman að hafa rambað á kirkjuna á óvæntum stað. Hún var í Gardens by the Bay í Singapore. Í þeim miklu garðahvelfingum hefur verið sett upp norræn jólasýning með táknmyndum Norðurlanda. Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands. Fyrir...

Hádegisbæn

05.01.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Sögur, söngvar & barnastarf - Sunnudaginn 5. janúar kl. 11

03.01.2020
Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir guðþjónustuna. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og söngsveitin Ægisif flytja jóla- og áramótasöngva. Stjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Lesarar úr hópi kórfélaga. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Umsjón með barnastarfi hefur Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður...

Stela framtíðinni

01.01.2020
Hvernig verður framtíðin? Gjöful eða lokuð? Á gamlárskvöldi var aftansöngnum útvarpað á RÚV. Slóðin er að baki þessari smellu. Í prédikun fjallaði Sigurður Árni um framtíðarkvíða, opnun og lokun tímans, verk okkar manna og það hlutverk að bera ávöxt í lífi okkar. Ræðan er að baki þessari smellu.