Fréttir: Ágúst 2023

Sunnudagaskólinn hefst 3. september

31.08.2023
Fréttir
Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00. Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf. Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með fullorðnum eða góðum vinum.

Grétar Einarsson hefur hafið störf sem kirkjuhaldari

29.08.2023
Fréttir
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samið við Grétar Einarsson, sem gegnt hefur starfi yfirkirkjuvarðar, um að taka að sér auknar skyldur sem kirkjuhaldari frá og með 1. ágúst síðstliðnum

HAUSTTÓNLEIKARÖÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU

26.08.2023
Fréttir
Frábær tónleikaröð framundan Haust í Hallgrímskirkju 2023.

Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju

22.08.2023
Fréttir
  Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju fengu einstaklega frábærar viðtökur. Þúsundir manns komu í kirkjuna milli 14-18 til að fagna nýju sálmabókinni og sálminum í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum. Um 200 manns komu fram á Sálmafossi og börnin bjuggu til Barnafoss úr efnisstrimlum sem þau...

Sálmafoss & Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju 2023

16.08.2023
Fréttir
SÁLMAFOSS Á MENNINGARNÓTTLaugardagur 19. ágúst kl. 14-18 Á Sálmafossi í Hallgrímskirkju á Menningarnótt verður opin kirkja og sálminum fagnað í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum.„Fossinn“ flæðir í fjóra tíma milli kl. 14-18 og er áheyrendum velkomið að koma og fara að vild.Kirkjan fagnar útgáfu nýrrar sálmabókar með Sálmafossi í...

Frobenius kórorgelið endurbyggt

14.08.2023
Fréttir
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju samþykkti á fundi sínum 18. október 2022 að taka tilboði orgelsmiðjunnar Th. Frobenius & Sönner í Danmörku um endurbyggingu og stækkun kórorgels kirkjunnar. Var skrifað undir samning í upphafi árs 2023. Dagana 7. - 11. ágúst sl. komu orgelsmiðir frá Frobenius til að taka orgelið niður og settu í gám sem fer í...

Gleðiganga hinsegin daga

10.08.2023
Fréttir

Kórheimsókn í messu 6. ágúst

03.08.2023
Fréttir
Con Moto er blandaður kór frá Ulsteinvik, litlum bæ á eyju við vesturströnd Noregs. Kórinn var stofnaður fyrir 45 árum og í tilefni af tímamótum var ákveðið að sækja Ísland heim og að heimsækja Hallgrímskirkju. Þau syngja við messu sunnudaginn 6. ágúst. Stjórnandi kórsins er Svein Norleif Eiksund