Fréttir: Maí 2016

Foreldramorgnar í kórkjallara

30.05.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Palla og Pálínuboð = Endilega koma með veitingar á borðið fyrir alla. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa á sama tíma en á öðrum stað!

30.05.2016
Næstkomandi miðvikudag, 1. júní mun miðvikudagssöfnuðurinn færa sig úr stað og leggja í smá ferðalag. Ferðinni er heitið í Mosfellskirkju þar sem sr. Birgir Ásgeirsson vinur okkar og fyrrverandi prestur í Hallgrímskirkju mun taka vel á móti okkur. Mæting í Hallgrímskirkju er kl. 8 og lagt af stað á einkabílum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar...

Fyrirbænamessa & Liðug á líkama og sál í kórkjallara

30.05.2016
Á morgun, þriðjudaginn 31. maí er fyrirbænamessa með altarisgöngu í kórkjallaranum kl. 10.30 - 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir messuna. Fyrirbænamessurnar munu halda áfram í allt sumar á sama tíma og sama stað. Kl. 11.00 - 13.00 verður seinasta skiptið í vor hjá eldri borgara starfinu, Liðug á líkama og sál. Stundirnar taka...

Hádegisbæn

29.05.2016
Á morgun, mánudaginn 30. maí mun Sigrún Ásgeirsdóttir leiða stutta bænastund í hádeginu á kl. 12.15 – 12.30. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin.

Ensk messa / English service 29. May at 2 pm

27.05.2016
English below: Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Þóra H. Passauer. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Service – with Holy Communion –...

Messa og barnastarf 29. maí kl. 11

27.05.2016
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Barnastarf er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. Textar: Lexía: 5Mós 15.7-8, 10-11 Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu...

Hallgrímssókn í hraðri umbreytingu

26.05.2016
Einar Karl Haraldsson skrifar um íbúaþróun og breytingar í Hallgrímssókn:  Litlar breytingar hafa verið í heildarfjölda íbúa á síðustu árum en á hinn bóginn er að verða róttæk umskipti í samsetningu íbúa og aldursdreifingu. Mrgar tölfræðilegar staðreyndir sýna að viðfangsefni Hallgrímssóknar eru býsna sérstök. Á árunum 2012 til 2015...

Heimsins bestu íhugunarstaðir

26.05.2016
(function(){var h=this,aa=function(a){var b=typeof a;if("object"==b)if(a){if(a instanceof Array)return"array";if(a instanceof Object)return b;var c=Object.prototype.toString.call(a);if("=b};var ca=function(a,b,c,d,e){if(e)c=a+("&"+b+"="+c);else{var...

Vortónleikar Barna og unglingakórs Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla - Sameiginlegir tónleikar í Ísaksskóla

26.05.2016
Barnakór Ísaksskóla og Barna og unglingakór Hallgrímskirkju halda sameiginlega vortónleika fimmtudaginn 26. maí. Tónleikarnir verða haldnir í sal Ísaksskóla við Bólstaðahlíð kl. 17.30. Kórstjóri beggja kóranna er Ása Valgerður Sigurðardóttir og píanóleikari er Björk Sigurðardóttir. Ókeypis aðgangur og verið velkomin. =)