Fréttir: 2016

Fyrirbænamessa í kórkjallara

05.12.2016
Þriðjudaginn 6. desember kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádeigisbæn alla mánudaga

04.12.2016
Mánudaginn 5. desember er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Jólatónlistarhátíð

02.12.2016
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2016   Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap.  Hallgrímskirkja mun iða af lífi og fjöri á aðventunni þar sem hver atburðurinn rekur annan...

Messa og barnastarf – Annar sunnudagur í aðventu

02.12.2016
Messa sunnudaginn 4. desember kl 11. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar þjónar fyrir altari ásamt séra Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur.  

Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju

30.11.2016
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst nú um helgina, en Mótettukór Hallgrímskirkju opnar hátíðina með fjölbreyttri dagskrá hlýlegrar aðventu- og jólatónlistar sem ætti að koma tónleikagestum í hátíðarskap. Tónleikar Mótettukórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar verða sunnudaginn 4. desember kl. 17 og þriðjudaginn 6. desember kl. 20....

Kyrrðarstund

30.11.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 1. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

29.11.2016
Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Hádegisbæn á mánudögum

27.11.2016
Mánudaginn 28. nóvember er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Aðventustund í Hallgrímskirkju kl 16

25.11.2016
Yndisleg aðventustund í Hallgrímskirkju þar sem Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur aðventu- og jólalög í bland við aðrar fallegar perlur. Tendrað verður á aðventukransinum og sýningin Jólin hans Hallgríms opnuð. Ása Valgerður Sigurðardóttir, kórstjóri og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi leiða stundina, Hörður Áskelsson leikur á orgel...