Fréttir: 2017

Hádegisbæn

23.10.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf kl. 11

20.10.2017
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Pétur Úlfarsson nemandi úr Söngskólanum í Reykjavík syngur einsöng og leikur á fiðlu. Umsjá með barnastarfi hefur Rósa Árnadóttir og æskulýðsleiðtogar. Kaffisopi eftir...

FRESTAÐ - Grænn sunnudagsmorgun - Fræðslumorgun

20.10.2017
Því miður verður verður fræðslumorgninum frestað næsta sunnudag. Næstkomandi sunnudagsmorgun 22. október í kórkjallaranum mun sr. Elínborg Sturludóttir mun flytja erindið: Að ganga til fundar við náttúruna og Guð.  Á þessu ári er minnst fimm alda afmælis siðbótarinnar. Jafnframt hefur biskup óskað eftir því að haustið sé tímabil...

Kyrrðarstund

19.10.2017
Fimmtudaginn 19. október kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Viðgerð á bjöllum og klukkum

18.10.2017
  Þessa vikuna er verið að vinna í bjöllunum og klukkunum eftir að þær hafa verið bilaðar síðan í ágúst 2016. Verið er að endurnýja búnaðinn. Vegna þessa þarf að stilla bjöllurnar og mun því heyrast mikið í þeim næstu daga, meðan endurnýjun stendur yfir. Samtíða þessu verða klukkurnar (vísarnir) stilltar á réttan tíma seinna í...

Árdegismessa

16.10.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Foreldramorgnar í kórkjallara

16.10.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

16.10.2017
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og samkirkjuleg guðþjónusta

13.10.2017
Sunnudagurinn 15. október Messa kl. 9.30 Messa undir forsæti Hans heilagleika, samkirkjulega patríarkans í Konstantínóbel, Bartholomew á vegum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Messan er öllum opin. Prédikun verður flutt á ensku. Samkirkjuleg guðþjónusta kl. 11 Samkirkjuleg guðþjónusta á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi. Prédikun:...