Fréttir: Janúar 2019

Kletturinn

31.01.2019
https://www.sigurdurarni.is/2019/01/31/kletturinn/

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

31.01.2019
Laugardaginn 3. febrúar kl. 12 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir aðventu eftir Johann Sebastian Bach og Camille Saint-Saëns. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir...

Nr. 1

30.01.2019
Ef einhver brýtur af sér eða verður fyrir stórkostlegu áfalli - hvað er þá hægt að gera? Hvernig á að bregðast við ef allt fer í rugl á heimilum? Hvað er hægt að gera þegar hrun verður í þjóðfélagi? Hvað er vænlegast ef kreppur trylla stórar hreyfingar eða félög? Hvað gerir þú þegar eitthvað mikið gerist í lífi þínu? Þá þarf að stoppa, bregðast...

Kyrrðarstund

30.01.2019
Kyrrðarstund verður á fimmtudaginn 31. janúar kl. 12. Að þessu sinni mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

29.01.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

29.01.2019
Miðvikudaginn næsta, 30. janúar verður messað kl. 8 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu verður morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

28.01.2019
Þriðjudaginn 29. janúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

27.01.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Íslandsviðburður - heimsviðburður

26.01.2019
Einstakur og sögulegur atburður verður í messunni 27. janúar í Hallgrímskirkju, Íslandsviðburður og jafnvel heimsviðburður. Átta systkini verða skírð í upphafi messu. Þar af eru fjögur þeirra fjórburar og tvö tvíburar. Þau eru öll bandarísk. Ástæðan fyrir að þau koma til Íslands til að skírast er að elsti bróðirinn var á ferð með foreldrum...