Fréttir: Júní 2019

Klukknaspil og skrúðganga í tilefni 17. júní, 75 ára afmæli lýðveldisins.

17.06.2019
17. júní Þjóðhátíðardagur íslendinga. Að tilefni 75 ára afmæli lýðveldisins verður þjóðsöngurinn spilaður á klukkur Hallgrímskirkju klukkan 12:55-13:00 þegar skrúðgangan fer af stað frá Hallgrímstorgi. Nánari upplýsingar um dagskrá þjóðhátíðardagsins er að finna hér: http://17juni.is/

Sveitarúntur 16. júní

15.06.2019
Farið verður í stutta safnaðarferð eftir messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. júní. Ekið verður með rútu á Hvolsvöll þar sem snæddur verður síðbúinn hádegisverður og síðan skoðuð Eldfjalla- og jarðskjálftasýningin á Hvolsvelli, Lavacentre . Einnig er á dagskrá að skoða kirkjuna á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Lagt verður af stað frá...

 Messa 16. júní 2019, kl. 11.

14.06.2019
HALLGRÍMSKIRKJA    Messa 16. júní 2019, kl. 11.  Þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Dómkórinn syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Kári Þormar. Dómkórinn verður með stutta tónleika að messu lokinni. Ritningarlestrar: Slm 163, Róm 8.24-27. Guðspjall: Lúk...

Árdegismessa 12. juní kl. 8

11.06.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 12. juní kl. 8. Sr. Irma Sjöfn messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

2. hvítasunnudagur: Messa, tónleikaspjall og hvítasunnukantötur

07.06.2019
Kl. 11.00 Hátíðarmessa. Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Kórinn Graduale Nobili syngur. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson.Tónlistin í messunni verður með frönskum ilmi. Forspilið er Veni Creator, en taille à 5 eftir Nicolas de Grigny....

Hvítasunnudagur - hátíðarguðsþjónusta 11 og glæsitónleikar 20

07.06.2019
Hátíðarguðþjónusta Hvítasunnudagur 9. juní 2019 kl. 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Móttettukór Hallgrímskirkju syngur. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru David Erler kontratenór, Benidikt...

8. júní: Aftansöngur, klukkur, Klais, tölvur en aðallega Andinn

06.06.2019
17.00 Aftansöngur. Kantatan Bleib bei uns BWV 6 eftir J. S. Bach. Prestur Kristján Valur Ingólfsson. Flytjendur: David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi, Schola cantorum og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Ókeypis aðgangur -allir velkomnir! 17.50 Hvítasunnan...

Orgel-matinée, Irma Sjöfn og Björn Steinar

05.06.2019
kl. 12.00 Orgel-matinée á Kirkjulistahátíð. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgeltónlist hvítasunnunnar eftir Johann Sebastian Bach, Jón Ásgeirsson og Maurice Duruflé. Prestur er Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Ókeypis aðgangur - allir velkomnir.

5. júní kl. 20: Tveir trompetar og orgel

05.06.2019
Tveir framúrskarandi íslenskir trompetleikarar og margverðlaunaður franskur orgelleikari koma fram á Kirkjulistahátíð íkvöld, miðvikudaginn 5. júní kl. 20. Segja má að Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson hafi slegið í gegn á Hátíðarhljómum um síðustu áramót í Hallgrímskirkju og nú koma þeir aftur til Íslands og leika með David Cassan sem vann...