Fréttir: September 2019

Fyrirbænamessa í kórkjallara

30.09.2019
Þriðjudaginn 1. október kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

29.09.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Ensk messa sunnudaginn 29. september kl. 14 / English service Sunday 29th September at 2pm

26.09.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 29. september. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Áskelsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. English service with holy communion at 2 pm, September 29th. Rev. Bjarni Þór Bjarnason. Organist is Hörður Áskelsson. Coffee after service. All are...

Messa og barnastarf sunnudaginn 29. september kl. 11

26.09.2019
Messa og barnastarf Sunnudaginn 29. september kl. 11 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ásu Björk Ólafsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu....

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

26.09.2019
Orgel Matinée - hádegistónleikar laugardaginn 28. september kl. 12 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Jónas Tómasson. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir neðan er skráin í...

Kyrrðarstund

25.09.2019
Hvern fimmtudag kl. 12 yfir vetrartímann er ljúf kyrrðarstund í hádeginu. Fimmudaginn 26. september kl. 12 mun dr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiða. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Allir velkomnir. Eftir kyrrðarstund mun Kristinn kirkjuvörður bera fram súpu í Suðursal.  

Foreldramorgnar í kórkjallara

24.09.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri og Ragnheiður Bjarnadóttir.

Árdegismessa

24.09.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 25. september kl. 8 Sr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Guð er í endurvinnslunni

23.09.2019
Í blámessunni 22. september var rætt um vatn í prédikun dagsins, um sullið í Biblíunni, þorsta Jesú Krists og eldgamalt vatn í mönnum og öllum lífverum. Íhugun Sigurðar Árna um vatnið, menn, veröld og Guð má nálgast að baki þessari smellu.