Fréttir: September 2019

Ég um mig frá mér til mín

23.09.2019
„Nei, ég trúi bara á sjálfa mig. Ég trúi ekki á neitt, sem er meira en ég sjálf.“ Hópur fólks var að ræða um trú og trúariðkun og ein spurningin var: „Trúir þú á Guð?“ Svarið var nei. Trúarafstaða fólks er með ýmsu móti en róttækust þegar fólk trúir bara á sjálft sig og ekkert stærra eða meira. Mörk trúar skipta máli. Líka á hvað við festum...

Biblían á netinu og dr. Sigurður Pálsson

23.09.2019
Nú er hægt að hlusta á Nýja testamentið á netinu. Hallgrímskirkja hefur stutt Hið íslenska biblíufélag í hljóðbókarvinnslu. Til minningar um dr. Sigurð Pálsson, sem lést fyrr á þessu ári, hefur Biblíufélaginu verið færð vegleg gjöf til styrktar þessari netvæðingu. Fjármunirnir eru m.a. notaðir til að taka upp Davíðssálma og miðla þeim á...

Hádegisbæn

23.09.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Blár sunnudagur í Hallgrímskirkju - messa og barnastarf

19.09.2019
14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Tímabil sköpunarverksins: Blár sunnudagur - dagur vatns Sunnudaginn 22. september kl. 11 verður messa og barnastarf. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju...

Minningartónleikar um Jóhann Jóhannsson

19.09.2019
Texti tekinn af auglýsingu viðburðar:  Tónleikar í Hallgrímskirkju í tilefni þess að Jóhann hefði orðið 50 ára í september, laugardaginn 21. september kl. 20. Fluttir verða kaflar úr mörgum af fegurstu verkum Jóhanns í umsjá Unu Sveinbjarnardóttur, Ólafs Björns Ólafssonar og Skúla Sverrissonar ásamt strengjasveit. Eftir hlé Virðulegu...

Fyrsta kyrrðarstundin í vetur!

17.09.2019
Hvern fimmtudag kl. 12 yfir vetrartímann er ljúf kyrrðarstund í hádeginu. Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Hörður Áskelsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni 3. október kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir. Allir velkomnir. Eftir kyrrðarstund mun Kristinn kirkjuvörður bera fram súpu í Suðursal. Hérna er fyrir neðan...

Árdegismessa

17.09.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 18. september kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Kolefnisjöfnun í Skálholti

17.09.2019
Á Degi náttúrunnar 16. september og innan Tímabils sköpunarverksins í kirkjunni var haldið í Skálholt síðdegis með langferðabíl frá Snæland Grímssyni. Um 20 manns frá Hallgrímskirkju, 11 frá Biskupsstofu með biskup í fararbroddi og 3 úr Breiðholtssókn voru með í för. Í Skálholti tóku á móti okkur Kristján Björnsson vígslubiskup, séra Halldór...

Krílasálmar byrja aftur

15.09.2019
Krílasálmar hefja göngu sína á ný í Hallgrímskirkju eftir sumarleyfi. Krílasálmar verða á mánudögum í kirkjunni kl. 10:45-11:45. Námskeiðið verður í 6 vikur og byrjar 16. sept – 21. okt. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja...