Fréttir: Desember 2020

Næstu dagar...

05.03.2020
Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 5. – 11. mars Vers vikunnar: Hygginn maður er orðvar og skynsamur maður er fáorður. Orðskv. 17.27 Kæru vinir og viðtakendur. Efni fréttabréfsins: - Orgel Matinée og dagur kirkjutónlistarinnar - Fræðslumorgnar í mars -...

Kyrrðarstund

04.03.2020
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Andri Snær Magnason: Er þá ekkert heilagt?

02.03.2020
Er þá ekkert heilagt lengur? Miðvikudagur 4. mars kl. 12 Andri Snær Magnason skrifaði bókina Um tímann og vatnið. Andri Snær skýrir grundvallarbreytingar sem eru að verða í náttúrunni, bráðnun jökla, ris yfirborðs hafs og að sýrustig þess breytast meira en orðið hefur í 50 milljón ár. Andri Snær tímatengir og opnar til slagæða lífsins....

Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk

02.03.2020
Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk. Miðvikudagur 4. mars kl. 20:00 Benedikt Kristjánsson tenór/tenor Elina Albach sembal- og orgelleikari/harpsichord and organ Phillip Lamprecht slagverksleikari/percussion Jóhannesarpassía Bachs í flutningi þriggja afburðatónlistarmanna með þátttöku...

Hádegisbæn fellur niður

01.03.2020
Hádegisbæn fellur niður, mánudaginn 2. mars.

Skapandi sunnudagur!

28.02.2020
Sunnudagurinn 1. mars 2020 Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar Kl. 10: Karítas Hrundar Pálsdóttir, rithöfundur og ein af leiðtogum í barnastarfi Hallgrímskirkju les upp úr bók sinni Árstíðir í Suðursal. Spjall og spurning eftir á. Kleinur og heitt á könnunni. Kl. 11: Verður skapandi fjölskylduguðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna. Söngur,...

Krílasálmar - Baby hymns

26.02.2020
Nýtt námskeið í krílasálmum byrjar í næstu viku, á þriðjudaginn 3. mars kl. 11:30-12:15. Námskeiðið stendur í sex vikur og námskeiðið er haldið inn í kirkjunni. Öll hjartanlega velkomin! New course in baby hymns starts next week, on Tuesday 3rd of march at 11:30am - 12:15pm. The course lasts for sex weeks and the course is inside...

Kyrrðarstund

26.02.2020
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 12 Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni hugleiðir og Hörður Áskelsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal að hætti Sveinbjargar Rósu kirkjuvarðar.  Allir velkomnir.

Sigurjón Árni Eyjólfsson: Guð á inniskónum eða hið heilaga

24.02.2020
Er þá ekkert heilagt lengur? Miðvikudagur 26. febrúar kl. 12 Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur og háskólakennari. Hann er doktor í guðfræði og hefur skrifað fjölda bóka og greina um guðfræði og heimspeki. Sigurjón Árni ræðir um hvernig heilagleiki litar lífið, líka hið hversdagslega. Samverustundin verður haldinn í Norðursal kl. 12...