Fréttir: Desember 2020

Vika 2 í samkomubanni

28.03.2020
„Mikið hlakka ég til að koma í jólamessuna mína“  var kallað hressilega í átt til mín í Hallgrímskirkju nú í vikunni.  Inn í kirkjuna gekk kona sem er fastur gestur á jólum. Sammála,  mikið hlakka ég til jólamessunnar og allra daganna þegar við getum orðið við sjálf öll á einhvern hátt.  Komið saman á almannfæri, í kvikmyndahúsum,...

Breyttur opnunartími

27.03.2020
Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður kirkjan opin kl. 11 – 17.     Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20 manns í...

38. passíusálmur

26.03.2020
Jesús á undan og ég á eftir. Það er stíll Passíusálmanna. Saga Jesú er erkisaga, sagan sem Hallgrímur taldi að væri djúpsaga heimsins, mannkyns, hans sjálfs og einstaklinga, saga þín og saga mín. Líka fyrirmyndarsaga, áhrifasaga, mótunarsaga, íhugunarsaga, lífssaga. Og alltaf er ferlið og skipulagið í öllum Passíusálmunum hið sama. Biblíuefnið...

Ástarsagan

24.03.2020
Á innilokunartíma á föstu 2020 hvarlar hugurinn til Passíusálmanna. Er eitthvað í þeirri sögu sem er mikilvægt og sígilt? Hvernig var saga höfundarins? Við vitum að Hallgrímur var metinn og jafnvel elskaður af formæðrum og forfeðrum okkar. Af hverju? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega, en líka maðurinn og ævi hans. Hann var hæfileikastrákur,...

Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringja inn bænastund

23.03.2020
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir hvetur til bænastunda í hádeginu á meðan samkomubanni stendur. Verkefnið kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Kirkjuklukkum landsins verður samhringt kl. 12 í 3 mínútur fyrir stundina. Fólk er hvatt til þess að hafa bænastund heima eða hvar sem það er...

Hugvekja í heimsfaraldri

20.03.2020
Fordæmalausar aðstæður á föstutíma kirkjunnar. Smit og veikindi, sóttkví og einangrun. Ef við förum aftur um aldir þá getum við rifjað upp aðra göngu, Móse að leiða fólkið sitt frá Egyptalandi á Guðs vegum. Þar hittum við fyrir fólk sem leggur í eyðimerkurgöngu á erfiðum tímum. Óvissugöngu. Finnst okkur þessir dagar ekki vera hálfgerð...

Biblíusögur á netinu

18.03.2020
Fræðslusvið á Biskupsstofu hefur sett biblíusögur á internetið, á Youtube undir heitinu Biblíusögur. Biblíusögurnar eru í formi teiknimynda en henta fólki og börnum á öllum aldri. Í samkomubanninu vegna Covid-19 er samvera barna og foreldra meiri og lengri. Að horfa saman á biblíusögurnar er ein leið til þess að verja tíma með börnunum og svo í...

Líf og lokanir á tímum Covid-19

15.03.2020
Líf og lokanir í Hallgrímskirkju Breytingar verða á helgihaldi, barnastarfi, fræðslu og öðru starfi Hallgrímskirkju næstu fjórar vikur í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda um samkomubann vegna Covid-19. Allt helgihald, fræðsla, barna- og unglingastarf fellur niður samkvæmt tilmælum frá biskupi. Það felur í sér að messur falla niður á...

Möguleikar í plágunni

15.03.2020
Hvað um covid19? Getum við brugðist við plágum og kreppum sem viðfangsefnum til að læra af og eflast? Hvort látum við vanda og erfiðleika fylla tilveru okkar eða lítum í frelsi á hvert mál sem viðfangsefni til eflingar? Íhugun dagsins er að baki þessari smellu.