Fréttir: Desember 2020

Helgistund sunnudaginn 15. mars kl. 11

13.03.2020
Helgistund verður kl. 11 sunnudaginn 15. mars. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf fellur niður þennan dag og í komandi viku. 

Bæn

13.03.2020
Bæn fyrir komandi óvissutíma.  

Tónleikar Clare College FALLA NIÐUR

13.03.2020
Af óviðráðanlegum ástæðum þá falla tónleikar kórs Clare College, sem áttu að vera á morgun, laugardaginn 14. mars kl. 17 í Hallgrímskirkju, niður.

Tilkynning vegna Covid-19 veirunnar

12.03.2020
Hallgrímssókn hyggst leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu Kórónuveirunnar og því verða eftirfarandi breytingar gerðar á safnaðarstarfinu frá og með deginum í dag og þar til annað verður tilkynnt. Guðsþjónusta og barnastarf verður áfram kl. 11 alla sunnudaga. Boðið verður upp á kaffi í Suðursal eftir guðsþjónustu en ekki verða...

Kyrrðarstund - en enginn súpa

11.03.2020
Fimmtudaginn 12. mars kl. 12 er kyrrðarstund. Grétar Einarsson hugleiðir útfrá passíusálmunum og Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir stundina verður ekki hægt að kaupa súpu eins og vanalega til að takmarka smithættu.  Allir velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

09.03.2020
Þriðjudaginn 10. mars kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

09.03.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta, barnastarf og fræðslumorgunn sunnudaginn 8. mars 

07.03.2020
Sunnudagurinn í Hallgrímskirkju hefst með fræðslumorgni kl. 10.00 í  suðursal kirkjunnar. Málfríður Finnbogadóttir segir frá bók sinni " En tíminn skundaði burt", sögu Guðrúnar Lárusdóttur alþingiskonu og rithöfundar.   Guðsþjónusta og barnastarf hefst síðan kl. 11.00.  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. ...

Í anddyrinu - ný sýning Karlottu Blöndal

06.03.2020
Karlotta Blöndal Í anddyrinu / Gathering 8. mars. – 24. maí. 2020 Myndlistarsýning Karlottu Blöndal, Í anddyrinu, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sunnudaginn 8. mars 2020 við messulok kl. 12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Allir eru...