Fréttir: Desember 2020

Nær en lífsneistinn

09.04.2020
Skírdagur, dagur hreinsunar. Orðið að skíra merkir að hreinsa. Fólk hreinsaði híbýli sín á þesum degi. Í kirkjum voru ölturun þvegin og hreinsuð. Allt á þetta rætur í, að Jesús þvoði fætur lærisveinanna og bjó þá til máltíðar. Á þessum sérkennilegu dögum í apríl 2020 er tími endurmats. Þegar þrengir að okkur leita stóru spurningarnar í hugann....

Útvarpsmessa frá Hallgrímskirkju á föstudaginn langa

08.04.2020
Á föstudaginn langa, 10. apríl klukkan 11.00, mun RÚV útvarpa messu frá Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Lesarar eru Pétur Oddbergur Heimisson og Kristný Rós Gústafsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Schola cantorum syngja. Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngur...

Hugleiðing á Pálmasunnudegi

05.04.2020
Kuldalegur Elliðaárdalurinn heilsaði göngufólki dagsins.  Fuglarnir eins og korktappar á floti við árstífluna.  Verðandi lauftréin eiga langt í græna litinn sinn.  Það er svo langt í margt á einhvern máta og kannski verður ekkert eins og áður þó okkur finnist lífið færast aftur í fyrra horf.  Þetta er líf þversagna og andstæðna og framundan er...

Hvar varstu?

03.04.2020
Til er helgisaga um mann, sem við ævilok leit til baka og sá lífsgöngu sína alla. Hann sá öll ævispor sín. Víða var hægt að greina tvenn spor - og hann gerði sér grein fyrir að önnur sporin voru fótspor Jesú. Hann sá einnig að á erfiðleikatímum hans voru sporin aðeins ein. Maðurinn dró þá ályktun, að Jesús hefði brugðist honum á örlagastundum og...

Sóttkví, samkomubann og húsengill

02.04.2020
Íhugun Sigurðar Árna Þórðarsonar að baki þessari smellu. Handaþvottur og sprittun, bil á milli fólks og lokanir fyrirtækja eru til að tryggja sem besta sjúkdómavörn. Við vöndum okkur í samskiptum. Hvaða varnir eru mikilvægar og hver eru grunnatriðin?

Lófar

31.03.2020
Myndskeið með hugleiðingu sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, sjá neðar. “Þegar við erum óttaslegin eða kvíðin þá leitum við oft í þessa fallegu mynd af “hönd Guðs. “ Ekki síst nú á tímum þegar okkur er meinað að takast í hendur og við þurfum og eigum að þvo hendur sí og æ til að vernda hvert annað og okkur sjálf.“ Myndskeiðið er að baki þessari...

Vor í lofti

31.03.2020
Vor í lofti Það er margt mjög erfitt þessa dagana en mikið var laugardagurinn síðastliðinn yndislegur. Það var gott veður, vor í lofti og fólk, með allavega tveggja metra millibili, útum allan bæ. Það var mjög gleðilegt að sjá sólina, sjá snjóinn bráðna og sjá allt fólkið. Árið 2020 hefur verið skrítið ár fyrir margar fjölskyldur. Í byrjun...

Breyttur opnunartími

30.03.2020
Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með þriðjudeginum 31. mars verður kirkjan opin kl. 12 - 15 alla daga nema mánudaga. Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20...

María hver?

29.03.2020
María, drottins móðir kær, merkir guðs kristni sanna: Undir krossinum oftast nær angur og sorg má kanna. Til hennar lítur þar herrann hýrt, huggunarorðið sendir dýrt og forsjón frómra manna. Þetta er íhugun Hallgríms Péturssonar í 37. passíusálmi um Maríu, móður Jesú. Á þessum sunnudegi föstunnar, þegar níu mánuðir eru til jóla, íhuga...