Fréttir: Desember 2020

Lifandi vatnið í guðsþjónustunni 4. október

02.10.2020
Enn er tímabil sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 sunnudaginn 4. október. Í prédikuninni mun sr. Sigurður Árni Þórðarson tala um vatn og samtal í Jóhannesarguðspjalli um lifandi vatn. Í athöfninni aðstoða messuþjónar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Orgel matineé laugardaginn 3. október kl. 12 í Hallgrímskirkju

01.10.2020
Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju leikur á Klais-orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verkin Praeludium et fuga, D-dúr BWV 532 og Adante úr Tríósónötu nr. IV í e-moll BWV 528/II eftir Johann Sebastian Bach. Einnig flytur hann eftirfarandi verk eftir Felix Mendelssohn Bartholdy: Sónata nr. V í A-dúr, op. 65, Adante, Adante con moto...

Framundan í Hallgrímskirkju 1.-7. október

01.10.2020
Framundan í Hallgrímskirkju   1. október Í hádeginu á morgun, fimmtudag, verður kyrrðarstund í kirkjunni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Stundin hefst kl. 12 á því að Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur hugljúfa tóna og sr. Sigurður...

Fyrirbænastund í Hallgrímskirkju föstudaginn 2. október kl. 12

30.09.2020
Föstudaginn 2. október verður haldinn fyrirbænastund við Ljósberann í Hallgrímskirkju kl. 12

Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12

30.09.2020
Kyrrðarstund verður  í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12. Séra Sigurður Árni Þórðarsson prestur flytur  íhugun og stýrir bænagerð í upphafi stundarinnar og gegnir prestþjónustunni. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgel. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju.  

Samtal um vatn: Konan og Kristur

28.09.2020
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með fjölskyldu minni í Austur-Afríku. Í Eþíópíu og Keníu sá ég margar konur á ferð með vatnsbrúsa á höfðum. Margar þurftu að ganga langa leið og burðast með mikið vatn. Ef konurnar voru einhleypar þurftu þær ekki að fara nema eina ferð á dag en ef þær áttu fyrir heimili að sjá urðu þær að fara fleiri en...

Bænastundir á mánudögum kl. 12

28.09.2020
Sigrún V. Ásgeirsdóttir  mun hafa bænastundir  við  kapelluna  í Hallgrímskirkju á mánudögum kl. 12. Allir eru hjartanlega velkomnir

Guðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 27. september kl. 11

25.09.2020
    Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. september kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir hafa umsjón með...

Örkin og unglingar

24.09.2020
Æskulýðsstarfið Örkin og unglingar er komið á fullt skrið í Hallgrímskirkju. Starfið fer vel af stað og það er góð þátttaka. Starfið er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og það er á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í Suðursal kirkjunnar. Það er nýr starfsmaður í æskulýðsstarfinu, en hún heitir Hilda María Sigurðardóttir og er guðfræðinemandi við...