Fréttir: Mars 2020

Fyrirbænamessa í kórkjallara

09.03.2020
Þriðjudaginn 10. mars kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

09.03.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta, barnastarf og fræðslumorgunn sunnudaginn 8. mars 

07.03.2020
Sunnudagurinn í Hallgrímskirkju hefst með fræðslumorgni kl. 10.00 í  suðursal kirkjunnar. Málfríður Finnbogadóttir segir frá bók sinni " En tíminn skundaði burt", sögu Guðrúnar Lárusdóttur alþingiskonu og rithöfundar.   Guðsþjónusta og barnastarf hefst síðan kl. 11.00.  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. ...

Í anddyrinu - ný sýning Karlottu Blöndal

06.03.2020
Karlotta Blöndal Í anddyrinu / Gathering 8. mars. – 24. maí. 2020 Myndlistarsýning Karlottu Blöndal, Í anddyrinu, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sunnudaginn 8. mars 2020 við messulok kl. 12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Allir eru...

Næstu dagar...

05.03.2020
Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 5. – 11. mars Vers vikunnar: Hygginn maður er orðvar og skynsamur maður er fáorður. Orðskv. 17.27 Kæru vinir og viðtakendur. Efni fréttabréfsins: - Orgel Matinée og dagur kirkjutónlistarinnar - Fræðslumorgnar í mars -...

Kyrrðarstund

04.03.2020
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Andri Snær Magnason: Er þá ekkert heilagt?

02.03.2020
Er þá ekkert heilagt lengur? Miðvikudagur 4. mars kl. 12 Andri Snær Magnason skrifaði bókina Um tímann og vatnið. Andri Snær skýrir grundvallarbreytingar sem eru að verða í náttúrunni, bráðnun jökla, ris yfirborðs hafs og að sýrustig þess breytast meira en orðið hefur í 50 milljón ár. Andri Snær tímatengir og opnar til slagæða lífsins....

Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk

02.03.2020
Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk. Miðvikudagur 4. mars kl. 20:00 Benedikt Kristjánsson tenór/tenor Elina Albach sembal- og orgelleikari/harpsichord and organ Phillip Lamprecht slagverksleikari/percussion Jóhannesarpassía Bachs í flutningi þriggja afburðatónlistarmanna með þátttöku...

Hádegisbæn fellur niður

01.03.2020
Hádegisbæn fellur niður, mánudaginn 2. mars.