Fréttir: Mars 2020

Lófar

31.03.2020
Myndskeið með hugleiðingu sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, sjá neðar. “Þegar við erum óttaslegin eða kvíðin þá leitum við oft í þessa fallegu mynd af “hönd Guðs. “ Ekki síst nú á tímum þegar okkur er meinað að takast í hendur og við þurfum og eigum að þvo hendur sí og æ til að vernda hvert annað og okkur sjálf.“ Myndskeiðið er að baki þessari...

Vor í lofti

31.03.2020
Vor í lofti Það er margt mjög erfitt þessa dagana en mikið var laugardagurinn síðastliðinn yndislegur. Það var gott veður, vor í lofti og fólk, með allavega tveggja metra millibili, útum allan bæ. Það var mjög gleðilegt að sjá sólina, sjá snjóinn bráðna og sjá allt fólkið. Árið 2020 hefur verið skrítið ár fyrir margar fjölskyldur. Í byrjun...

Breyttur opnunartími

30.03.2020
Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með þriðjudeginum 31. mars verður kirkjan opin kl. 12 - 15 alla daga nema mánudaga. Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20...

María hver?

29.03.2020
María, drottins móðir kær, merkir guðs kristni sanna: Undir krossinum oftast nær angur og sorg má kanna. Til hennar lítur þar herrann hýrt, huggunarorðið sendir dýrt og forsjón frómra manna. Þetta er íhugun Hallgríms Péturssonar í 37. passíusálmi um Maríu, móður Jesú. Á þessum sunnudegi föstunnar, þegar níu mánuðir eru til jóla, íhuga...

Vika 2 í samkomubanni

28.03.2020
„Mikið hlakka ég til að koma í jólamessuna mína“  var kallað hressilega í átt til mín í Hallgrímskirkju nú í vikunni.  Inn í kirkjuna gekk kona sem er fastur gestur á jólum. Sammála,  mikið hlakka ég til jólamessunnar og allra daganna þegar við getum orðið við sjálf öll á einhvern hátt.  Komið saman á almannfæri, í kvikmyndahúsum,...

Breyttur opnunartími

27.03.2020
Vegna aðstæðna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á opnunartímanum í Hallgrímskirkju. Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður kirkjan opin kl. 11 – 17.     Á opnunartíma kirkjunnar er fólki velkomið að kveikja á kertum, setjast á kirkjubekki eða fara upp í turn. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20 manns í...

38. passíusálmur

26.03.2020
Jesús á undan og ég á eftir. Það er stíll Passíusálmanna. Saga Jesú er erkisaga, sagan sem Hallgrímur taldi að væri djúpsaga heimsins, mannkyns, hans sjálfs og einstaklinga, saga þín og saga mín. Líka fyrirmyndarsaga, áhrifasaga, mótunarsaga, íhugunarsaga, lífssaga. Og alltaf er ferlið og skipulagið í öllum Passíusálmunum hið sama. Biblíuefnið...

Ástarsagan

24.03.2020
Á innilokunartíma á föstu 2020 hvarlar hugurinn til Passíusálmanna. Er eitthvað í þeirri sögu sem er mikilvægt og sígilt? Hvernig var saga höfundarins? Við vitum að Hallgrímur var metinn og jafnvel elskaður af formæðrum og forfeðrum okkar. Af hverju? Margt kom til, skáldskapurinn vissulega, en líka maðurinn og ævi hans. Hann var hæfileikastrákur,...

Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringja inn bænastund

23.03.2020
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir hvetur til bænastunda í hádeginu á meðan samkomubanni stendur. Verkefnið kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Kirkjuklukkum landsins verður samhringt kl. 12 í 3 mínútur fyrir stundina. Fólk er hvatt til þess að hafa bænastund heima eða hvar sem það er...