Fréttir af safnaðarstarfi

Guðsmynd og guðstúlkun Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum

07.02.2023
Fréttir
Barátta hins líðandi konungs er meginefni Passíusálmanna og litar guðsmynd þeirra. Hvernig fjallað er um heim, manneðli, samfélag manna, kirkjuna o.s.frv. tekur mið af meginefninu. Sú mynd sem dregin er af Jesú mótar allt annað og hafði áhrif á hvernig Íslendingar liðinna alda skildu líf sitt og lífsbaráttu.

Ljósverk Sigurðar Guðjónssonar

04.02.2023
Fréttir
Ljós á kirkju og ljós í kirkju. Fuser Sigurðar Guðjónssonar og skjól fyrir Kastljós í kirkju.

Æði - flæði! Listasmiðjur fyrir börn og unglinga í Hallgrímskirkju

12.01.2023
Fréttir
Sköpunargleðin verður alsráðandi í barna-og unglingastarfinu í Hallgrímskirkju á vorönninni.

Jól í janúar

06.01.2023
Fréttir
Úkraínumenn komu í Hallgrímskirkju á þrettándanum. Sr Laurentiy frá Kiev las og tónaði fagurlega frá altari kirkjunnar og Alexandra Chernyshova söng. Þegar komumenn heyrðu orð og söng á eigin tungu brostu þau út að eyrum. Tár sáust á hvörmum og friður settist að í sálum fólks. Jólin voru komin! Tímatal austurkirkjunnar er annað en okkar...

Kirkjuhlaup og hlauparablessun

26.12.2022
Fréttir
„Hvar er hlaupablessunin“ spurðu skokkarar kirkjuhlaupsins á öðrum degi jóla. Þeim var bent að fara að ljósberanum í kirkjunni. Þar mynduðu þau röð og réttu fram hendur þegar að þeim kom. Presturinn tók um þær og svo fengu þau blessun fyrir vegi og hlaup lífsins. Sumar hendurnar voru þurrar og heitar en aðrar rakar af svita. En öll augu ljómuðu....

Nýr hökull í Hallgrímskirkju

22.12.2022
Fréttir
Sigríður Jóhannsdóttir hefur saumað nýjan hátíðahökul sem hún og Leifur Breiðfjörð hafa hannað fyrir Hallgrímskirkju. Hökullinn verður tekin í notkun í guðsþjónustunni á jólanótt kl. 23:30. Stóla og hökull eru par í helgihaldi kirkna og eru því hönnuð saman. Sigríður hefur þegar unnið tvær hvítar stólur fyrir kirkjuna og nú er hún að sauma seinni...

Jól í Hallgrímskirkju - Christmas in Hallgrímskirkja

20.12.2022
Fréttir
Það er gott að koma í Hallgrímskirkju alla daga. Hallgrímskirkja er þinn staður, líka um jólin. Hér að neðan er yfirlit helgihalds, tónleika og opnunartíma. Turninum er lokað hálftíma fyrir almennan lokunartíma. Athugið að suma helgidaga er aðeins opið í kirkju en ekki í turn.