Fréttir: Apríl 2019

Foreldramorgnar

30.04.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa fellur niður

29.04.2019
Árdegismessan fellur niður á baráttudegi verkalýðsins miðvikudaginn 1. maí.  Árdegismessan verður á sínum stað næsta miðvikudag 8. maí og verður þá í kórkjallaranum. 

Krílasálmar

29.04.2019
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 30. apríl kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað...

Fyrirbænamessa

29.04.2019
Fyrirbænamessa er morgun, þriðjudaginn 30. apríl í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

28.04.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Ensk messa sunnudaginn 28. apríl kl. 14/ English service Sunday 28th April at 2pm

26.04.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 28. apríl. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. _____________________________________________ English service with holy communion at 2 pm, 28th April. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is the...

Fermingarmessa og barnastarf 28. apríl kl. 11

26.04.2019
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og guðfræðingur flytur hugleiðingu. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. 15 fermingarungmenni verða fermd.  Verið velkomin.  Hérna fyrir neðan...

Listaháskólinn II í Hallgrímskirkju

26.04.2019
Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju Laugardaginn 27. apríl kl. 14 Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist...

Framkvæmdir og hlúð að starfsfólki

25.04.2019
Unnið að lyftuskiptum, aðstöðu fyrir starfsfólk og öryggismálum í turni Hallgrímskirkju. Þetta var allt löngu komið á tíma. Björn Steinar Sólbergssson, organisti Hallgrímskirkju, hefur t.d. aldrei haft neina skrifstofuaðstöðu, heldur aðeins skáp í almannarými. Hallgrímskirkja er ekki fullbyggð og í viðhaldi, heldur enn á byggingarstigi....