Fréttir: Júlí 2020

COVID-19 og kristnilífið

31.07.2020
Nýjar reglur um sóttvarnir hafa áhrif á helgihaldið í kirkjum þjóðarinnar. Líkt og í öðrum söfnuðum verða ekki altarisgöngur í Hallgrímskirkju frá og með 31. júlí. Sunnudaginn 2. ágúst verður guðsþjónusta í kirkjunni en ekki messa. Undanfarna miðvikudaga hafa í Hallgrímskirkju verið altarisgöngur í hádeginu. En næsta miðvikudag, 5. ágúst, verður...

Enn er margt ósagt um Guð

31.07.2020
Í guðsþjónustunni 2. ágúst 2020 kl. 11 mun Sigurður Árni Þórðarson prédika og þjóna fyrir altari. Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson þjóna með presti. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, mun við upphaf og lok athafnar leika verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson. Forspilið verður:...

Orgeltónleikar Tómasar Guðna

27.07.2020
Á orgeltóleikunum 30. júlí leikur Tómas Guðni Eggertsson á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12,30 og aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og börn yngri en 16 ára. Hádegisbænir eru á undan tónleikunum kl. 12-12,15. Og hvað verður svo spilað á tónleikunum? Í viðtali...

Nóg pláss og fæða fyrir alla ?

25.07.2020
Messa kl. 11.00 sunnudaginn 26. júlí.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene sem í upphafi leikur frumsamda prelúdíu yfir sálminn "Upp skapað allt í heimi hér" .    Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Prédikunarefni dagsins er borð Drottins, sköpun, hungur...

Kitty Kovács leikur á fimmtu tónleikum Orgelsumars 2020 fimmtudaginn 23. júlí kl. 12.30

22.07.2020
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020. Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju.   Á...

Messa kl. 11 sunnudaginn 19. júlí

16.07.2020
Sunnudaginn 19. júlí er messa kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari  ásamt sr. Burkard Zill,  presti í Klausturkirkjunni í Offenbach. Messuþjónar aðstoða. Organisti og kórstjóri er Matthías Harðarson.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja ásamt gestakór - FriFraVoce  frá kirkjuumdæminu Obere Nahe í þýska...

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju föstudaginn 17. júli

16.07.2020
  Ása Ólafsdóttir spilar á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.  Hún hefur verið með verkefni hjá Listhópum Hins hússins sem snýst um að semja tónlist og flytja, m.a. á orgel.  Hún leikur bæði á orgel og gítar á tónleikunum. Ása hefur verið að læra á orgel í MÍT hjá Kára Þormar í tvo vetur og er einnig með miðpróf á píanó. Tónleikarnir...

Hádegismessa miðvikudaginn 15. júlí kl 12

12.07.2020
Miðvikudagsmessa  hefst klukkan 12.  miðvikudaginn 15. júlí, og mun sr. Irma Sjöfn þjóna og flytja hugvekju. Kaffisopi í Suðursal eftir messu. Verið velkomin

Matthías Harðarson leikur á fjórðu tónleikum Orgelsumars 2020 fimmtudaginn 16. júlí kl. 12.30

12.07.2020
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2020. Á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju.   Á...