Fréttir: Maí 2021

Tónar og íhugun á Uppstigningardegi í Hallgrímskirkju

12.05.2021
Á Uppstigningardag kl. 11.00 verður orgelandakt í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur þætti úr L´Ascension eða Uppstigningunni eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og hugleiðir guðspjall dagsins. Tónarnir tjá hið ósegjanlega er oft sagt.  Sannarlega á það við um tónmál...

Músík sálarinnar

10.05.2021
Á kirkjuhurð Hallgrímskirkju standa orðin: „Komið til mín.“ Ávarpið er persónulegt. Það er Jesús sem segir. „Komið til mín.“ Hann er uppspretta lífs, heimsljós, vinur og verndari sem talar. „Komið til mín“ eru hvatningarorð hans til allra manna og fyrirheit um tengsl. Yfir dyrunum er vers Hallgríms Péturssonar úr 24. Passíusálmi og með fagurri...

Heit ástarkveðja

08.05.2021
Yfir kirkjudyrum Hallgrímskirkju stendur: „Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé.“ Hvað merkir það? Mæðradagur og bænadagur eru sama daginn, 9. maí. Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson talar um ást, bæn, trú og kirkju í prédikun. Irma Sjöfn Óskarsdóttur þjónar fyrir altari....

Athugasemd við tölvubréf til Listvina

02.05.2021
Í tölvubréfi til Listvina 1. maí sl. segir Hörður Áskelsson (HÁ) kantor: „Forsvarsfólk Hallgrímskirkju hefur kosið að víkja mér úr starfi kantors Hallgrímskirkju með starfslokasamningi, sem ég get ekki annað en sætt mig við.“  Af þessu tilefni er rétt að taka fram að Hörður lagði sjálfur fram ósk um hreinan starfslokasamning, eftir að hafa...