Fréttir: Maí 2021

Ensk guðsþjónusta kl. 14

30.05.2021
30. maí kl 14 verður guðsþjónusta á ensku í Hallgrímskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason sér um athöfnina. Guðsþjónustur fyrir enskumælandi fólk eru á dagskrá kirkjunnar síðasta sunnudag í hverjum mánuði. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11.00

29.05.2021
Þrenningin, útskýring á henni er flókin, eitthvað sem er eitt en þó þrennt. Gæti útskýring á henni hljómað þannig: Hinn þríeini Guð er eins og vatn – sem getur bæði verið gufa, vökvi og ís,  þrír fasar en samt eitt efni.   Leyndardómar þrenningarinnar eru prédikunarefni og viðfangsefni sálmanna sem við syngjum við guðsþjónustu á þrenningardegi,...

Að þora er hugrekki

26.05.2021
Prédikun Grétars Einarssonar 2. í hvítasunnu 2021. „Kom, andi Guðs, ástarbrú, með æðstri náð uppfylli þú hvert lifandi hjarta, hug og geð, og heita ástsemd kveik þeim með.“ Hvítasunna, hátíð birtu og úthellingu kærleiksanda, anda umsköpunar og endurnýjunar og þannig andi breytinga. Sólin hlýjar í skjólinu þó vindurinn sé kaldur,...

Bænastundir og helgihald

25.05.2021
Biðjið - er hvatnig Jesú Krists. Hádegisbænir í Hallgrímskirkju þessar vikur í maí eru kl. 12 á hádegi, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Prestar, djákni, sjálboðaliði og starfsfólk kirkjunnar stýra bænahaldinu.   Verið velkomin til bæna og íhugunar. Breytinar verða á bænastundum í upphafi júní.

Eldur og nýtt hjarta. Orgelandakt 2. í hvítasunnu kl. 11

23.05.2021
Kraftmikil stef hvítasunnunar hljóma í textun og tónum annars í hvítasunnu. Orgelandakt  verður kl. 11 í Hallgrímskirkju 24. maí. Hvað er Andi Guðs og hver eru tengsl eldsins við líf fólks, náttúru, list og menningu? Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Grétar Einarsson flytur hugleiðingu dagsins. Prestur: Sigurður Árni...

Gleðilega hátíð heilags Anda

21.05.2021
Hvítasunnudagur 23. maí. Fermingarathafnir kl. 11 og 13. Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, flytur hugleiðingu. Prestar: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Forsöngvari: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa...

Turn og listaverk Ólafs Elíassonar

20.05.2021
Ólafur Elíasson og Stúdíó hans í Berlín hafa að ósk sóknarnefndar gert tillögu að listrænni endurhönnun á efstu tveimur turnhæðum Hallgrímskirkju. Ríki, borg og kirkja hafa styrkt verkefnið með því að samþykkja framlög til þess að gera turninn tilbúinn undir listaverk. Það felur í sér fjölþættar framkvæmdir sem ráðist verður í á næstunni og hjálpa...

„Þú ert góður og gerir vel "

15.05.2021
Við komum saman í Hallgrímskirkju í guðsþjónustu og barnastarfi kl. 11.00, 16. maí undir yfirskrift orðanna úr 119 sálmi gamla testamentisins þar sem sálmaskáldið ávarpar Guð og segir: „Þú ert góður og gerir vel "  Í barnastarfinu verður fjallað um áhyggjuleysi, liljur vallarins og fugla himinsins, fuglagrímur föndraðar og dansað saman. Í...

Ályktun vegna tónlistarmála

12.05.2021
Á fundi sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 var samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun.   Fundur sóknarnefndar Hallgrímskirkju 11. maí 2021 Ályktun vegna tónlistarmála Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að...