Fréttir: Janúar 2022

Gleðilegt vormisseri - af krafti!

31.01.2022
Fréttir
Lífið í Hallgrímskirkju breytist frá og með 1. febrúar. Helgihald hefst að nýju, litríkt og fjölbreytilegt starf fyrir alla aldurshópa, tónleikar, kóræfingar, kyrrðarstundir, bænastundir og fræðsla. Kirkjulífið hefur verið í vetrarhléi frá því um áramót vegna sóttvarnareglna. En nú verður allt opnað og við getum komið saman í hliði himinsins. Verið velkomin í Hallgrímskirkju. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 10-17.

Norrænir KFUM&K í Hallgrímskirkju

31.01.2022
Fréttir
KFUM&K félögin á Norðurlöndum rækta samband og samvinnu. Árlega hittast framkvæmdastjórar samtakanna. Í ár var fundurinn haldinn á Íslandi. Og þau komu við í Hallgrímskirkju.

Kvíði - ótti – uggur og trú

30.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald
Bátsferðin í óveðri. Jesús svaf en var vakinn til að bjarga.

Guði sé lof - guðsþjónustur að nýju!

29.01.2022
Fréttir
Sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar og helgihald gertur hafist að nýju í Hallgrímkirkju. Sunnudaginn 30. janúar verður helgistund í kirkjunni kl. 11. Guðspjall dagsins verður lesið og lagt út af því. Bænastund verður í lok stundarinnar. Enginn kór eða organisti verða í athöfninni en væntanlega margir englar! Frá og með 1. febrúar hefst hefbundið helgihald í kirkjunni, kyrrðarstundir og tónleikar. Verið velkomin.

Messufall vegna sóttvarnaaðgerða

26.01.2022
Fréttir
Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju þar til annað verður ákveðið og tilkynnt. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19. En Hallgrímskirkja er opin frá kl. 10-17 alla daga. Hægt er að koma í kirkjuna til bæna, íhugunar, kyrrðarstundar og einnig panta samtal við prest.

Á köldum klaka

22.01.2022
Fréttir
Stutt hugleiðing út frá fyrri ritningarlestri dagsins.

Auður Perla Svansdóttir - minning

18.01.2022
Fréttir
Auður Perla kom jafnan brosandi í hús. Þegar hún kom í Hallgrímskirkju til æfinga eða starfa tók hún kveðjum vel og svaraði með hlýju. Frá árinu 2008 söng Auður Perla í Mótettukór Hallgrímskirkju og tók því virkan þátt í helgihaldi og listalífi kirkjunnar. Hún varð heimamaður í safnaðarstarfinu, samverkakona starfsfólksins og góður liðsmaður. Fyrir messur á sunnudagsmorgnum kom hún með bros á vör, lagði gott til og hélt svo hátíð í hliði himinsins. Auður Perla var traust og því kjörin til formennsku í kórnum. Hún var lausnamiðuð, lagin og ábyrg. Auður Perla lést 6. janúar síðastliðinn aðeins 52 ára. Hennar er sárt saknað. Fyrir hönd Hallgrímskirkju þökkum við allt sem Auður Perla lagði til Hallgrímskirkju. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana og styrkja ástvini hennar og okkur öll. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson

Aqua vitae – foss

16.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Hvað þýðir svona texti? Getum við lært eitthvað af honum? Er Jesús í Kanasögunni meðvirkur barþjónn? Nei, málið er dýpra en svo yfirborðsleg túlkun. Vissulega voru þau til sem mislíkaði að Jesús væri glaður og til í gleðskap. Hann var uppnefndur vínsvelgur og gleðipinni. Sagan fjallar um annað en vínnotkun.

Kór Hallgrímskirkju - raddprufur

15.01.2022
Fréttir
Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju verða í lok jan úar. Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi kórsins vinsamlegast hafi samband við stjórnanda kórsins, sem er Steinar Logi Helgaon, fyrir 23. Janúar 2022. Netfangið er kor@hallgrimskirkja.is