Fréttir: Desember 2022

Himinmyndin

09.02.2022
Fréttir
Nágrannar okkar og ferðaþjónusta á Skólavörðustígnum, Guide to Iceland, birtir fjölda glæsilegra mynda á vef sínum og samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum dögum var þessi himinmynd af Hallgrímskirkju á facebook-vef fyrirtækisins. Við fengum leyfi til að birta hana á vef Hallgrímskirkju. Á henni sést að hún var tekin þegar vetrarhátíð var haldin í Reykjavík, snjór var yfir öllu og mikið af bílum var á holtinu. En myndin opinberar vel hina fallegu hönnun lóðar kirkjunnar sem Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Ögmundur bróðir hennar unnu. Sporaskja, egg, tákn um hið nýja. Mynstrið á Hallgrímstorgi, unnið úr keltneskum fyrirmyndum, hefur heillað marga. Þegar myndin af himnum birtist á vef Guide to Iceland vakti hún mikil viðbrögð og margir ferðamenn tjáðu hrifningu sína og sögðu álit sitt á kirkjunni og hvað áhrif hún hafði. M.a. voru þessi viðbrögð: Garry Delday: Incredible piece of architecture, as stunning inside. Took 41 years to build but they got it right. Peggy Johnson Kessel: One of my favorite places on earth. My husband & I visited for our 25th. anniversary. Hallgrímskirkja is as beautiful inside as it is on the out. And quite a breathtaking view of Reykjavik & beyond from the tower too!

Ofbirta á Hallgrímskirkju

03.02.2022
Fréttir
Vetrarhátíð í Reykjavík hófst 3. febrúar. Verkið Ofbirta var sýnt á Hallgrímskirkju.

Sunnudagaskólinn og fleira hefst á ný!

02.02.2022
Fréttir
Allt barna- og æskulýðsstarf í Hallgrímskirkju hefst á ný.

Gleðilegt vormisseri - af krafti!

31.01.2022
Fréttir
Lífið í Hallgrímskirkju breytist frá og með 1. febrúar. Helgihald hefst að nýju, litríkt og fjölbreytilegt starf fyrir alla aldurshópa, tónleikar, kóræfingar, kyrrðarstundir, bænastundir og fræðsla. Kirkjulífið hefur verið í vetrarhléi frá því um áramót vegna sóttvarnareglna. En nú verður allt opnað og við getum komið saman í hliði himinsins. Verið velkomin í Hallgrímskirkju. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 10-17.

Norrænir KFUM&K í Hallgrímskirkju

31.01.2022
Fréttir
KFUM&K félögin á Norðurlöndum rækta samband og samvinnu. Árlega hittast framkvæmdastjórar samtakanna. Í ár var fundurinn haldinn á Íslandi. Og þau komu við í Hallgrímskirkju.

Kvíði - ótti – uggur og trú

30.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald
Bátsferðin í óveðri. Jesús svaf en var vakinn til að bjarga.

Guði sé lof - guðsþjónustur að nýju!

29.01.2022
Fréttir
Sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar og helgihald gertur hafist að nýju í Hallgrímkirkju. Sunnudaginn 30. janúar verður helgistund í kirkjunni kl. 11. Guðspjall dagsins verður lesið og lagt út af því. Bænastund verður í lok stundarinnar. Enginn kór eða organisti verða í athöfninni en væntanlega margir englar! Frá og með 1. febrúar hefst hefbundið helgihald í kirkjunni, kyrrðarstundir og tónleikar. Verið velkomin.

Messufall vegna sóttvarnaaðgerða

26.01.2022
Fréttir
Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju þar til annað verður ákveðið og tilkynnt. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19. En Hallgrímskirkja er opin frá kl. 10-17 alla daga. Hægt er að koma í kirkjuna til bæna, íhugunar, kyrrðarstundar og einnig panta samtal við prest.

Á köldum klaka

22.01.2022
Fréttir
Stutt hugleiðing út frá fyrri ritningarlestri dagsins.