Ein af merkilegustu bókum sem ég las í vetur er Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Ég heillaðist af hugmyndaauðgi og dýpt þessarar skáldsögu. Söguþræðinum verður ekki lýst í nokkrum setningum, en þó hægt að upplýsa að í sögubyrjun detti Ísland úr sambandi við útlönd. Engar flugvélar koma til landsins eða fara, engin skip heldur. Öll...
Tónleikar í Hallgrímskirkju
til styrktar orgelsjóði Hólskirkju
sunnudaginn 19. mars kl. 16
Miðaverð: 3.500 kr, 14 ára og yngri frá frítt.
Orgelsjóður Hólskirkju:
Bankareikningur: 0174-18-911908
Kennitala: 630169-5269
Messa og barnastarf 19. mars 2017, kl. 11.00
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Guðjón Andri Rabbevåg Reynisson, Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir.
Fimmtudaginn 16. mars kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.
Messa og barnastarf 12. mars 2017, kl. 11.00.
Annar sunnudagur í föstu
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir.
Fimmtudaginn 9. mars kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.
Miðvikudaginn 8. mars kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.