Fréttir

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.03.2017
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

06.03.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Fjölskyldumessa

03.03.2017
Sunnudaginn 5.mars 2017 kl. 11 er fjölskyldumessa. Barna- og unglingakórinn syngur. Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Umsjón Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Sunna Karen Einarsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir leika á píanó. Fermingarbörn lesa bænir og leiða...

Schola cantorum - Íslensku Tónlistarverðlaunin

03.03.2017
Það er Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, mikil gleði og heiður að hafa verið valinn “Tónlistarflytjandi ársins"  í flokkinum sígild- og samtímatónlist á uppskeruhátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi. Kórinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári m.a. með útgáfu geislaplötunnar Meditatio, sem hlotið hefur einróma lof...

Allir á facebooksíðu Hallgrímskirkju

01.03.2017
Hástökkvari vikunnar var facebooksíða Hallgrímskirkju. Hálf milljón manns kíkti við á síðunni og þrjátíu tvö þúsund flettu á einum degi. Í venjulegri viku er umferðin á síðunni innan við þúsund manns. Hvað gerðist? Ég fékk leyfi Gunnars Freys Gunnarssonar, ljósmyndara, að setja á síðuna stórkostlega mynd hans af Hallgrímskirkju í hríð á...

Öskudagsmessa í Hallgrímskirkju

28.02.2017
Miðvikudaginn 1. mars er öskudagsmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Á þeim degi er miðvikudagssöfnuðurinn 14 ára. Sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholti syngur messu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Á eftir messunni er afmæliskaffi og meðlæti í safnaðarsalnum. Allir hjartanlega...

Opnun sýningar HILMA STÚDÍUR: SVANIR

28.02.2017
Hilma stúdíur: Svanir  Listsýning Jóns B. K. Ransu Opnun föstudaginn 3. mars kl. 18:00 í Hallgrímskirkju Sýningin er í forkirkjunni og verður opnunin við messulok. Léttar veitingar verða í boði Hallgrímssafnaðar og allir hjartanlega velkomnir. Jón B. K. Ransu hefur rýnt í verk sænsku listakonunnar Hilmu af Klint (1862-1944) og heimfært...

Kammerkórinn Schola cantorum hlýtur 2 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

28.02.2017
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, er tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar - og samtímatónlistar. Kórinn hlaut tvær tilnefningar, fyrir plötu ársins, Meditatio og sem Tónlistarflytjandi ársins. Í tilkynningu sem Íslensku tónlistarverðlaunin sendu frá segir: PLATA ÁRSINS Schola cantorum –...

75 ára Afmælishátíð Kvenfélags Hallgrímskirkju

28.02.2017
75 ára Afmælishátíð Kvenfélags Hallgrímskirkju  8. mars 2017 kl. 19 – 21 Gestur fundarins að þessu sinni verður Guðrún Finnbjarnardóttir sem fer yfir síðustu dagana fyrir vígslu kirkjunnar árið 1986. Boðið verður uppá veglegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélaga. Þessi fundur, sem aðrir er opinn og allir velkomnir. Hlökkum til að sjá...