Vegna veðurs hefur formlegu messuhaldi og barnastarfi í Hallgrímskirkju kl. 11 verið aflýst. Opnun listsýningarinnar sem átti að hefjast kl. 12.15 verður einnig frestað og verður auglýst seinna hvenær af henni verður.
Turninn mun opna aftur kl. 12.15 og verður opinn eins og venjulega til kl. 16.45.
English below:
Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi eftir messu.
Verið velkomin.
__________________________________________________
English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher. Coffee after service.
Welcome.
Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður og Karítas. Opnun listsýningarinnar Hilma stúdíur: Svanir í lok messu og messukaffi.
Verið velkomin.
Næstkomandi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.