Messað er í Hallgrímskirkju kl. 11 og allir velkomnir. Þessi sunnudagur er fjölbreyttur, annar sunnudagur í níuviknaföstu, biblíudagur Þjóðkirkjunnar og einnig konudagurinn.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Margréti Konráðsdóttur, djákna. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju...
Hin sívinsæla kyrrðarstund er á fimmtudaginn 16. febrúar kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir bænina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa á vægu verði í Suðursal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin.
Efnt verður til sérstakra Schubert ljóðatónleika í suðursal Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 20 með hinum margverðlaunuðu Oddi A. Jónssyni, barítón og Somi Kim, píanista. Á dagskránni eru ljóð Heine úr Schwanengesang, Gesänge des Harfners úr Wilhelm Meister eftir Goethe og valin Schubert ljóð.
Lofa má einstakri upplifun á...
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00  12.00. Foreldrar með kríli og krútt eru hjartanlega velkomin. Umsjón: Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir ásamt messuþjónum. Morgunverður eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00  13.00. Þar er á dagskránni leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna.
Verið hjartanlega velkomin.
Þriðjudaginn 31. janúar kl. 10.30  11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina.
Verið velkomin.